Innlent

Lýsa vantrausti á sveitarstjórnina

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Brotthvarfi grunnskóla á Hvanneyri er harðlega mótmælt.
Brotthvarfi grunnskóla á Hvanneyri er harðlega mótmælt. vísir/pjetur
Íbúafundur sem haldinn var í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri segir ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að loka grunnskóladeild á staðnum byggjast á röngum gögnum.

„Að auki er ákvörðunin tekin án samráðs og í andstöðu við íbúa,“ segir í ályktun íbúafundarins sem einnig lýsti yfir „algjöru vantrausti“ á meirihluta sveitarstjórnarinnar.

„Það hefur sýnt sig það sem af er kjörtímabili að meirihlutinn ber ekki hag heildarinnar fyrir brjósti og er ekki starfi sínu vaxinn. Röð illa ígrundaðra ákvarðana af hans hálfu hafa kostað sveitarfélagið mikla fjármuni og mannauð, skapað úlfúð og alvarlegan trúnaðarbrest,“ segir í ályktunni þar sem farið er „fram á að meirihluti víki úr sveitarstjórn og hleypi fólki að sem er tilbúið til að vinna af heilindum fyrir íbúa Borgarbyggðar“. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×