Innlent

Hafna því að samskiptin hafi verið óeðlileg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Samskiptin voru hin eðlilegustu samkvæmt lögreglunni,
Samskiptin voru hin eðlilegustu samkvæmt lögreglunni, vísir/anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnar því að starfsmaður embættisins hafi sýnt af sér óeðlilega háttsemi með samskiptum við ítalskt fyrirtæki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu.

Í yfirlýsingunni er sagt frá því að starfsmaðurinn hafi haft það verkefni á sinni könnu að kanna verð og notagildi búnaðar á ákveðnu sviði. Samskiptin hafi verið alls ekki verið óeðlileg. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að engin viðskipti hafi átt sér stað við fyrirtækið.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta um að íslenskur rannsóknarlögreglumaður hafi átt í samskiptum við ítalskt fyrirtæki að nafni Hacking Team árið 2011. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til tæknilausnir fyrir stjórnvöld víða um heim til að hlera og fylgjast með tækjanotkun fólks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×