Innlent

Íslenskur lögreglumaður leitaði aðstoðar erlendra hakkara

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglumaðurinn lýsti yfir sérstökum áhuga á að komast yfir njósnabúnað til að fylgjast með rafrænum samskiptum fólks.
Lögreglumaðurinn lýsti yfir sérstökum áhuga á að komast yfir njósnabúnað til að fylgjast með rafrænum samskiptum fólks. vísir/hari
Íslenskur rannsóknarlögreglumaður er sagður hafa verið í samskiptum við ítalska tölvuþrjóta hjá fyrirtækinu Hacking Team árið 2011. Í 415 gígabæta gagnabanka hópsins kemur fram að lögreglumaðurinn hafi óskað eftir aðstoð við að brjótast inn í farsíma og lýst yfir sérstökum áhuga á að komast yfir njósnabúnað til að fylgjast með rafrænum samskiptum fólks. Grapevine greindi fyrst frá

Meðal þeirra gagna sem gerð hafa verið opinber á WikiLeaks eru samskipti lögreglumannsins við einn lykilmann hakkarahópsins, Massimiliano Luppi. Lögreglumaðurinn sendi Luppi alls tvö tölvuskeyti, af netfangi sínu sem stílað er á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá íslenska þýðingu af tölvupóstum mannanna tveggja.

Hæ Massimiliano,

Geturðu sent mér frekari upplýsingar um öryggisventla í snjallsímum?

Kveðja,

Ragnar

-----

Halló Ragnar,

Afsakið hve seint ég svara þér.

Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd á ensku.

Fyrra myndbandið er um tölvur en það seinna um farsíma.

Líkt og þú veist, þá eru stýrikerfi í farsímum eftirfarandi:



- Android

-Blackberry

-Symbian

-iPhone

-Windows Mobile

Láttu mig vita ef þig vantar frekari upplýsingar.

Kveðja,

Massimiliano Luppi.

----

Hæ, og takk fyrir svarið.

Ég er að leitast eftir meiri dýpt, sérstaklega hvað varðar farsímana, verð og annað slíkt. Styður farsímakerfið netsímtöl [voip]?

Kveðja,

Ragnar...

Massimiliano svaraði síðasta tölvupósti Ragnars þar sem hann útskýrði ýmis tæknileg atriði en ef marka má gagnabankann var sá póstur sá síðasti sem fór þeirra á milli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×