Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 18:03 Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur verið veik af lifrarbólgu C um áraskeið en sjúkdómurinn uppgötvaðist ekki fyrr en fyrir um tíu árum. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún. Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún.
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20
Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30