Upphlut stolið um hábjartan dag úr Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 15:33 Upphluturinn sem um ræðir en hann var tekinn af gínu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Upphlut sem Heimilisiðnaðarfélagið hafði lánað á sýninguna Afrekskonur í Ráðhúsi Reykjavíkur hvarf þaðan á laugardaginn um miðjan dag. Reykjavíkurborg stendur að sýningunni sem er hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Það var leitað til okkar um að lána þjóðbúninga til að lífga upp á sýninguna og við gerðum það til að kynna búningana og starfsemi okkar,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins í samtali við Vísi. Félagið lánaði tvo búninga, peysuföt og upphlut, sem settir voru á gínur. Þær voru svo hafðar til sýnis uppi á flygli sem er í sal Ráðhússins. „Gínan var einfaldlega tekin til hliðar og búningurinn tekinn af henni,“ segir Margrét.Búningurinn kostar mörghundruð þúsund Eftirlitsmyndavélar eru í salnum og er málið nú í rannsókn lögreglu. Heimilisiðnaðarfélagið deildi mynd af búningnum á Facebook í von um að hann kæmi í leitirnar enda er tjónið mikið. Skartið í búningnum er gullhúðað silfur. „Búningurinn er fleiri hundruð þúsund króna virði en það er ekki svo auðvelt að koma þessu í verð. Það er tiltölulega þröngur hópur sem er að kaupa þjóðbúninga og þess vegna ákváðum við að setja myndina á Facebook og koma henni í dreifingu þannig að fólk myndi þekkja búninginn ef einhver skyldi bjóða hann til sölu,“ segir Margrét og bætir við að þjófnaðurinn sé með miklum ólíkindum. Hún segir Heimilisiðnaðarfélagið vona að búningurinn komi í leitirnar.Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar.vísir/anton brinkHvarflaði ekki að neinum að svona nokkuð gæti gerst „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst afskaplega leiðinlegt og þetta kemur okkur á óvart. Við höfum treyst á heiðarleika fólks hér í Ráðhúsinu, upp að því marki sem það er eðlilegt og skynsamlegt,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, en eins og áður segir eru eftirlitsmyndavélar í Ráðhúsinu auk húsvarða sem starfa þar. Sóley segir að það hafi ekki hvarflað að neinum að svona nokkuð gæti gerst og hún vonar að búningurinn finnist. Aðspurð hvort að þetta verði til þess að eftirlit í Ráðhúsinu verði tekið til endurskoðunar segir hún: „Við munum sjálfsagt fara yfir það hvernig við getum tryggt sem best öryggi hér í húsinu. Einhvern veginn hugnast mér það samt ekkert mjög vel að taka upp hertar öryggisreglur. Ég vil geta treyst fólki en ef að það er mat sérfræðinga að það þurfi að herða hér reglur þá munum við auðvitað gera það.“ Facebook-færslu Heimilisiðnaðarfélagsins má sjá hér að neðan en henni hefur verið deilt yfir 500 sinnum.Þessum búning var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina. Vinsamlega hafið augun hjá ykkur ef hann býðst til kaups á næstu dögum og vikum. Og vinsamlega deilið þessum pósti.Posted by Þjóðbúningastofa 7íhöggi ehf. on Sunday, 6 September 2015 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Upphlut sem Heimilisiðnaðarfélagið hafði lánað á sýninguna Afrekskonur í Ráðhúsi Reykjavíkur hvarf þaðan á laugardaginn um miðjan dag. Reykjavíkurborg stendur að sýningunni sem er hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Það var leitað til okkar um að lána þjóðbúninga til að lífga upp á sýninguna og við gerðum það til að kynna búningana og starfsemi okkar,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins í samtali við Vísi. Félagið lánaði tvo búninga, peysuföt og upphlut, sem settir voru á gínur. Þær voru svo hafðar til sýnis uppi á flygli sem er í sal Ráðhússins. „Gínan var einfaldlega tekin til hliðar og búningurinn tekinn af henni,“ segir Margrét.Búningurinn kostar mörghundruð þúsund Eftirlitsmyndavélar eru í salnum og er málið nú í rannsókn lögreglu. Heimilisiðnaðarfélagið deildi mynd af búningnum á Facebook í von um að hann kæmi í leitirnar enda er tjónið mikið. Skartið í búningnum er gullhúðað silfur. „Búningurinn er fleiri hundruð þúsund króna virði en það er ekki svo auðvelt að koma þessu í verð. Það er tiltölulega þröngur hópur sem er að kaupa þjóðbúninga og þess vegna ákváðum við að setja myndina á Facebook og koma henni í dreifingu þannig að fólk myndi þekkja búninginn ef einhver skyldi bjóða hann til sölu,“ segir Margrét og bætir við að þjófnaðurinn sé með miklum ólíkindum. Hún segir Heimilisiðnaðarfélagið vona að búningurinn komi í leitirnar.Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar.vísir/anton brinkHvarflaði ekki að neinum að svona nokkuð gæti gerst „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst afskaplega leiðinlegt og þetta kemur okkur á óvart. Við höfum treyst á heiðarleika fólks hér í Ráðhúsinu, upp að því marki sem það er eðlilegt og skynsamlegt,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, en eins og áður segir eru eftirlitsmyndavélar í Ráðhúsinu auk húsvarða sem starfa þar. Sóley segir að það hafi ekki hvarflað að neinum að svona nokkuð gæti gerst og hún vonar að búningurinn finnist. Aðspurð hvort að þetta verði til þess að eftirlit í Ráðhúsinu verði tekið til endurskoðunar segir hún: „Við munum sjálfsagt fara yfir það hvernig við getum tryggt sem best öryggi hér í húsinu. Einhvern veginn hugnast mér það samt ekkert mjög vel að taka upp hertar öryggisreglur. Ég vil geta treyst fólki en ef að það er mat sérfræðinga að það þurfi að herða hér reglur þá munum við auðvitað gera það.“ Facebook-færslu Heimilisiðnaðarfélagsins má sjá hér að neðan en henni hefur verið deilt yfir 500 sinnum.Þessum búning var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina. Vinsamlega hafið augun hjá ykkur ef hann býðst til kaups á næstu dögum og vikum. Og vinsamlega deilið þessum pósti.Posted by Þjóðbúningastofa 7íhöggi ehf. on Sunday, 6 September 2015
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira