Upphlut stolið um hábjartan dag úr Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 15:33 Upphluturinn sem um ræðir en hann var tekinn af gínu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Upphlut sem Heimilisiðnaðarfélagið hafði lánað á sýninguna Afrekskonur í Ráðhúsi Reykjavíkur hvarf þaðan á laugardaginn um miðjan dag. Reykjavíkurborg stendur að sýningunni sem er hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Það var leitað til okkar um að lána þjóðbúninga til að lífga upp á sýninguna og við gerðum það til að kynna búningana og starfsemi okkar,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins í samtali við Vísi. Félagið lánaði tvo búninga, peysuföt og upphlut, sem settir voru á gínur. Þær voru svo hafðar til sýnis uppi á flygli sem er í sal Ráðhússins. „Gínan var einfaldlega tekin til hliðar og búningurinn tekinn af henni,“ segir Margrét.Búningurinn kostar mörghundruð þúsund Eftirlitsmyndavélar eru í salnum og er málið nú í rannsókn lögreglu. Heimilisiðnaðarfélagið deildi mynd af búningnum á Facebook í von um að hann kæmi í leitirnar enda er tjónið mikið. Skartið í búningnum er gullhúðað silfur. „Búningurinn er fleiri hundruð þúsund króna virði en það er ekki svo auðvelt að koma þessu í verð. Það er tiltölulega þröngur hópur sem er að kaupa þjóðbúninga og þess vegna ákváðum við að setja myndina á Facebook og koma henni í dreifingu þannig að fólk myndi þekkja búninginn ef einhver skyldi bjóða hann til sölu,“ segir Margrét og bætir við að þjófnaðurinn sé með miklum ólíkindum. Hún segir Heimilisiðnaðarfélagið vona að búningurinn komi í leitirnar.Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar.vísir/anton brinkHvarflaði ekki að neinum að svona nokkuð gæti gerst „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst afskaplega leiðinlegt og þetta kemur okkur á óvart. Við höfum treyst á heiðarleika fólks hér í Ráðhúsinu, upp að því marki sem það er eðlilegt og skynsamlegt,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, en eins og áður segir eru eftirlitsmyndavélar í Ráðhúsinu auk húsvarða sem starfa þar. Sóley segir að það hafi ekki hvarflað að neinum að svona nokkuð gæti gerst og hún vonar að búningurinn finnist. Aðspurð hvort að þetta verði til þess að eftirlit í Ráðhúsinu verði tekið til endurskoðunar segir hún: „Við munum sjálfsagt fara yfir það hvernig við getum tryggt sem best öryggi hér í húsinu. Einhvern veginn hugnast mér það samt ekkert mjög vel að taka upp hertar öryggisreglur. Ég vil geta treyst fólki en ef að það er mat sérfræðinga að það þurfi að herða hér reglur þá munum við auðvitað gera það.“ Facebook-færslu Heimilisiðnaðarfélagsins má sjá hér að neðan en henni hefur verið deilt yfir 500 sinnum.Þessum búning var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina. Vinsamlega hafið augun hjá ykkur ef hann býðst til kaups á næstu dögum og vikum. Og vinsamlega deilið þessum pósti.Posted by Þjóðbúningastofa 7íhöggi ehf. on Sunday, 6 September 2015 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Upphlut sem Heimilisiðnaðarfélagið hafði lánað á sýninguna Afrekskonur í Ráðhúsi Reykjavíkur hvarf þaðan á laugardaginn um miðjan dag. Reykjavíkurborg stendur að sýningunni sem er hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Það var leitað til okkar um að lána þjóðbúninga til að lífga upp á sýninguna og við gerðum það til að kynna búningana og starfsemi okkar,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins í samtali við Vísi. Félagið lánaði tvo búninga, peysuföt og upphlut, sem settir voru á gínur. Þær voru svo hafðar til sýnis uppi á flygli sem er í sal Ráðhússins. „Gínan var einfaldlega tekin til hliðar og búningurinn tekinn af henni,“ segir Margrét.Búningurinn kostar mörghundruð þúsund Eftirlitsmyndavélar eru í salnum og er málið nú í rannsókn lögreglu. Heimilisiðnaðarfélagið deildi mynd af búningnum á Facebook í von um að hann kæmi í leitirnar enda er tjónið mikið. Skartið í búningnum er gullhúðað silfur. „Búningurinn er fleiri hundruð þúsund króna virði en það er ekki svo auðvelt að koma þessu í verð. Það er tiltölulega þröngur hópur sem er að kaupa þjóðbúninga og þess vegna ákváðum við að setja myndina á Facebook og koma henni í dreifingu þannig að fólk myndi þekkja búninginn ef einhver skyldi bjóða hann til sölu,“ segir Margrét og bætir við að þjófnaðurinn sé með miklum ólíkindum. Hún segir Heimilisiðnaðarfélagið vona að búningurinn komi í leitirnar.Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar.vísir/anton brinkHvarflaði ekki að neinum að svona nokkuð gæti gerst „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst afskaplega leiðinlegt og þetta kemur okkur á óvart. Við höfum treyst á heiðarleika fólks hér í Ráðhúsinu, upp að því marki sem það er eðlilegt og skynsamlegt,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, en eins og áður segir eru eftirlitsmyndavélar í Ráðhúsinu auk húsvarða sem starfa þar. Sóley segir að það hafi ekki hvarflað að neinum að svona nokkuð gæti gerst og hún vonar að búningurinn finnist. Aðspurð hvort að þetta verði til þess að eftirlit í Ráðhúsinu verði tekið til endurskoðunar segir hún: „Við munum sjálfsagt fara yfir það hvernig við getum tryggt sem best öryggi hér í húsinu. Einhvern veginn hugnast mér það samt ekkert mjög vel að taka upp hertar öryggisreglur. Ég vil geta treyst fólki en ef að það er mat sérfræðinga að það þurfi að herða hér reglur þá munum við auðvitað gera það.“ Facebook-færslu Heimilisiðnaðarfélagsins má sjá hér að neðan en henni hefur verið deilt yfir 500 sinnum.Þessum búning var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina. Vinsamlega hafið augun hjá ykkur ef hann býðst til kaups á næstu dögum og vikum. Og vinsamlega deilið þessum pósti.Posted by Þjóðbúningastofa 7íhöggi ehf. on Sunday, 6 September 2015
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði