Innlent

Kári gerði óskunda í Þórsmörk

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stormurinn lék Þórsmörk grátt í fyrrinótt.
Stormurinn lék Þórsmörk grátt í fyrrinótt. Mynd/Brynjar Tómasson
Flestar rúður brotnarMynd/Brynjar Tómasson
„Manni stóð ekki alveg á sama,“ sagði Brynjar Tómasson, skálavörður í Langadal í Þórsmörk, eftir að sextán rúður í bílum og húsum brotnuðu í miklu hvassviðri í fyrrinótt.

Traktorinn slapp ekkiMynd/Brynjar Tómasson
Tólf erlendir gestir og tveir skálaverðir voru í skála Ferðafélags Íslands þegar veðrið gekk yfir. Brynjar sagði hvellinn hafa staðið frá því eftir miðnætti og fram undir morgun. Tveir tjaldbúar voru á svæðinu en Brynjar segir þá hafa verið í góðu skjóli.

Nokkrar rúður brotnuðu í skála Ferðafélagsins.Mynd/Brynjar Tómasson
„Þetta var kannski ekki mannskaðaveður en það hristist allt og skalf,“ sagði Brynjar sem kvað menn undirbúna fyrir næsta áhlaup sem von var á í nótt. „En hér eru reyndar engin trampólín eða októberfest-tjöld til að hafa áhyggjur af.“

Í óveðrinu brotnuðu sem fyrr segir samtals sextán rúður. Þær voru í jeppa, dráttarvél og sjálfum skála Ferðafélagsins. „Elstu menn muna ekki eftir öðru eins veðri hér,“ sagði Brynjar Tómasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×