Innlent

Varað er við slysahættu af heitu vatni í Garðabæ

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Varað er við slysahættu.
Varað er við slysahættu. Mynd/OR
Vatnslaust er í hluta Garðabæjar eftir að leki kom að hitaveituæð nú síðdegis. Unnið er að viðgerð en varað er við slysahættu af heita vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

„Unnið er að því að koma auknum þrýstingi á hitaveituna eftir öðrum leiðum en búast má við heitavatnsleysi eða lágum þrýstingi fram eftir kvöldi.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.“

Starfsmenn Orkuveitunnar eru á staðnum og vinna að viðgerð nú. Starfsfólk Orkuveitunnar biðjast afsökunar á óþægindum sem verða vegna lekans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×