Innlent

Íbúum á Akranesi hefur fjölgað

Nadina Guðrún Yaghi skrifar
Fasteignaverð hefur farið hækkandi á Akranesi.
Fasteignaverð hefur farið hækkandi á Akranesi. fréttablaðið/gva
Íbúum á Akranesi hefur fjölgað á milli 1. og 2. ársfjórðungs 2015. Íbúar voru 6.830 í lok júní síðastliðins en 6.780 í lok mars á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Íbúafjöldi á Akranesi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og er sveitarfélagið það níunda fjölmennasta á landinu.

Þá hefur fasteignaverð einnig farið hækkandi á Akranesi, en samkvæmt Hagsjá Landsbankans, sem tók saman þróun fasteignaverðs í fimm stærri bæjum landsins, kemur fram að verð á fermetra fasteigna á Akranesi hefur hækkað um 15 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×