Innlent

Neyðarblys var í raun skýjalukt

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar frá Landsbjörg voru kölluð út rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að þrjár tilkynningar bárust um að neyðarblys sæist á lofti yfir Seltjarnarnesi.

Lögreglan tók líka þátt í eftirgrennslan sem stóð fram yfir miðnætti, að kona, sem hafði verið að koma heim til sín á Nesinu, hringdi í gæsluna og sagðist sjá greinilega að þetta væri svonefnt japanskt kerti, en það er lítill loftbelgur sem lýsist upp af kerti, sem hangir neðst í honum, eða svokölluð skýjalukt.

Var þá frekari leit blásin af, en fólki er bent á að láta viðkomandi löggæslu vita, ef það ætlar að að sleppa slíkum gripum á loft til að komist verði hjá kostnaðarsömum aðgerðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×