Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:15 Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Vísir/Valli Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is. Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is.
Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira