Innlent

Rífur í sig friðargönguna í Langholtskirkju og fyrrverandi biskup breiðir út boðskapinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðarmerkið sem grunnskólabörn og starfsfólk í Langholtsskóla mynduðu fyrir helgi í friðargöngunni.
Friðarmerkið sem grunnskólabörn og starfsfólk í Langholtsskóla mynduðu fyrir helgi í friðargöngunni. Vísir
Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur gagnrýnir harðlega þá ákvörðun skólayfirvalda í Langholtsskóla að hafa boðað til friðargöngu og leggja af kirkjuheimsóknir skólabarna. Heimsóknirnar séu mikilvægur liður í menntun barna um þær kristnu menningarhefðir sem samofnar hafa verið íslensku þjóðfélagi allt frá því land fyrst byggðist.

Sú ákvörðun að standa fyrir samsöng á lagi John Lennon, Imagine, sé andtrúarbragðaboðun. Um sé að ræða trúarleg tákn sem sé afgreitt út af borðinu í eitt skipti fyrir öll án þess að tekið sé tillit til víðfeðms merkingarsviðs þeirra innan fjölda trúarbragða.

Þetta kemur allt fram í greininni „Óþol í Langholtsskóla“ sem Bjarni Randver skrifaði í Morgunblaðinu í dag. Greinin hefur vakið mikla athygli og er Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands frá 1998 til 2012, deilir greininni á Facebook-síðu sinni.

„Athygli vekur í stað hlutlægrar vettvangsferðar létu stjórnendur Langholtsskóla börnin syngja í lok friðargöngu eitt þekktasta dægurlag síðari ára til höfuðs trúarbrögðum, lagið Imagine eftir John Lennon í þýðingu Þórarins Eldjárns,“ ritar Bjarni og tekur dæmi um hvernig andtrúarbragðaboðun í allri sinni einfeldningu sé að finna í frumtexta Lennon eins og lesa má í greininni sem Séra Karl deilir á Facebook.

Bjarni Randver vísar í reglur Reykjavíkurborgar um samskipti grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög.

„Heimsóknir á helgi- og samskomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvmæt gildandi lögum og aðalnámskrá.“

Þarna sé ljóst að Langholtsskóli hafi brugðist segir Bjarni Randver.

Að neðan má sjá myndband frá friðargöngunni sem tæplega fimmtán þúsund manns hafa horft á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×