Innlent

Sjáðu hvað nemendur í Langholtsskóla gerðu í staðinn fyrir kirkjuferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur og starfsfólk mynduðu friðarmerkið á lóð Langholtsskóla.
Nemendur og starfsfólk mynduðu friðarmerkið á lóð Langholtsskóla.
Eins og frægt er orðið tók skólastjóri Langholtsskóla þá ákvörðun í nóvember að blása af árlega kirkjuheimsókn í aðdraganda jólanna. Sendi hann bréf til foreldra þar sem hann tilkynnti þeim ákvörðunina en ástæðan sem var gefin var sú að ekki gætu allir tekið þátt í kirkjuferðini þar sem margir nemendur væru ekki í Þjóðkirkjunni.

Sitt sýnist hverjum um kirkjuferðir leikskóla- og grunnskólabarna. Nemendur í Langholtsskóla fundu hins vegar nýja leið til að fagna og gera sér glaðan dag og öðrum í leiðinni. Nemendur fóru ásamt starfsfólki í friðargöngu um Laugardalinn í gær og má sjá afraksturinn í fallegu myndbandi hér að neðan.

Nemendur í 10. bekk báru kyndla og aðrir mættu með vasaljós enda dimmt í Dalnum. Þegar komið var að skólanum þá mynduðu nemendur friðarmerkið og sungu texta Þórarins Eldjárns við lag John Lennon; Imagine.

„Kennarar höfðu áður rætt við börnin um mikilvægi friðar í heiminum. Þetta var friðsöm og notaleg stund sem við áttum saman,“ segir á heimasíðu skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×