Vilja lækka hámarkshraða á hluta Miklubrautar til að draga úr hávaða-og svifryksmengun og auka öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 12:54 Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. vísir/vilhelm Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira