Getum hindrað HIV-smit Snærós Sindradóttir skrifar 28. desember 2015 06:00 Í júlí var maður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að smita konur vísvitandi af HIV veirunni. Tvær konur voru staðfestar með smit. vísir/pjetur Tólf einstaklingar hafa verið greindir með HIV á árinu sem er að líða, meirihlutinn erlendir ríkisborgarar. Sprautufíklar eru ekki algengir innan hópsins. Þetta segja tölur frá Landlæknisembættinu. Tvær konur eru í tólf manna hópnum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst má rekja smit þeirra til nígerísks hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í júlí, grunaður um að smita konur vísvitandi af veirunni. Ekki fengust upplýsingar frá lögreglu um hvar mál hans er statt í kerfinu við vinnslu fréttarinnar en maðurinn heldur fram sakleysi sínu. Mikill þrýstingur hefur verið í Evrópu um að taka upp svokölluð PrEP-lyf til að fyrirbyggja HIV-smit fyrir þá sem eru í áhættuhópi. Lyfjagjöf hefur gefið góða raun í Bandaríkjunum en rannsóknir sýna að inntaka HIV-lyfsins Truvada er nærri örugg til að koma í veg fyrir smit. „Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum samþykkti þetta í júlí 2012 en Evrópa hefur ekki enn samþykkt þetta. Á meðan þetta er ekki enn samþykkt sem lyf til að nota undir þessum kringumstæðum þá getum við ekki notað það. Þó við eigum þetta lyf,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Rannsóknir eru farnar að sýna í fyrsta lagi að fólk er ekki að nota smokka. Við breytum ekki kynhegðun fólks. Fólk hættir ekki að sofa hjá. Og við vitum að líklega veit einn þriðji þeirra sem eru með HIV í heiminum í dag ekki af smitinu,“ segir Bryndís. Lyfið kostar 150 þúsund krónur á mánuði, sem mörgum kann að þykja dýrt fyrir fyrirbyggjandi lyf.Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakannaEinar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-Ísland, segir samtökin fylgjast vel með baráttunni erlendis. „Það er mikill þrýstingur, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, og sérstaklega meðal samkynhneigðra karla og fólks sem býr í samböndum og hjónaböndum þar sem annar aðilinn er með HIV.“ Hann tekur þó fram að ef fólk er á lyfjum gegn veirunni þá fer veiran í dvala og fólk er ekki smitandi lengur. „Þetta er að verða allt annað landslag en það var fyrir nokkrum árum síðan.“ Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Framkvæmdastjóri HIV Íslands vill að lögreglan svari fyrir harkalega meðferð á smituðum manni Einar Þór Jónsson segir að málið hafi vakið upp spurningar um hvort það séu ennþá meiri fordómar gagnvart þessum sjúkdómi en öðrum smitsjúkdómum. 1. desember 2015 18:45 Heldur því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV Lögmaður nígeríska hælisleitandans sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök segir að maðurinn haldi því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með veiruna. 24. júlí 2015 16:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Tólf einstaklingar hafa verið greindir með HIV á árinu sem er að líða, meirihlutinn erlendir ríkisborgarar. Sprautufíklar eru ekki algengir innan hópsins. Þetta segja tölur frá Landlæknisembættinu. Tvær konur eru í tólf manna hópnum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst má rekja smit þeirra til nígerísks hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í júlí, grunaður um að smita konur vísvitandi af veirunni. Ekki fengust upplýsingar frá lögreglu um hvar mál hans er statt í kerfinu við vinnslu fréttarinnar en maðurinn heldur fram sakleysi sínu. Mikill þrýstingur hefur verið í Evrópu um að taka upp svokölluð PrEP-lyf til að fyrirbyggja HIV-smit fyrir þá sem eru í áhættuhópi. Lyfjagjöf hefur gefið góða raun í Bandaríkjunum en rannsóknir sýna að inntaka HIV-lyfsins Truvada er nærri örugg til að koma í veg fyrir smit. „Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum samþykkti þetta í júlí 2012 en Evrópa hefur ekki enn samþykkt þetta. Á meðan þetta er ekki enn samþykkt sem lyf til að nota undir þessum kringumstæðum þá getum við ekki notað það. Þó við eigum þetta lyf,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „Rannsóknir eru farnar að sýna í fyrsta lagi að fólk er ekki að nota smokka. Við breytum ekki kynhegðun fólks. Fólk hættir ekki að sofa hjá. Og við vitum að líklega veit einn þriðji þeirra sem eru með HIV í heiminum í dag ekki af smitinu,“ segir Bryndís. Lyfið kostar 150 þúsund krónur á mánuði, sem mörgum kann að þykja dýrt fyrir fyrirbyggjandi lyf.Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakannaEinar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-Ísland, segir samtökin fylgjast vel með baráttunni erlendis. „Það er mikill þrýstingur, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, og sérstaklega meðal samkynhneigðra karla og fólks sem býr í samböndum og hjónaböndum þar sem annar aðilinn er með HIV.“ Hann tekur þó fram að ef fólk er á lyfjum gegn veirunni þá fer veiran í dvala og fólk er ekki smitandi lengur. „Þetta er að verða allt annað landslag en það var fyrir nokkrum árum síðan.“
Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Framkvæmdastjóri HIV Íslands vill að lögreglan svari fyrir harkalega meðferð á smituðum manni Einar Þór Jónsson segir að málið hafi vakið upp spurningar um hvort það séu ennþá meiri fordómar gagnvart þessum sjúkdómi en öðrum smitsjúkdómum. 1. desember 2015 18:45 Heldur því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV Lögmaður nígeríska hælisleitandans sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök segir að maðurinn haldi því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með veiruna. 24. júlí 2015 16:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27
Framkvæmdastjóri HIV Íslands vill að lögreglan svari fyrir harkalega meðferð á smituðum manni Einar Þór Jónsson segir að málið hafi vakið upp spurningar um hvort það séu ennþá meiri fordómar gagnvart þessum sjúkdómi en öðrum smitsjúkdómum. 1. desember 2015 18:45
Heldur því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með HIV Lögmaður nígeríska hælisleitandans sem grunaður er um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV með því að hafa haft við þær óvarin mök segir að maðurinn haldi því fram að hann hafi ekki vitað að hann væri með veiruna. 24. júlí 2015 16:45