Steikir hamborgara alla daga: Losaði sig við 62 kíló á sjö mánuðum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2015 16:00 Ólafur hefur það markmið að missa 90 kg. alls. „Ég fór á námskeið hjá líkamsræktarstöðinni Hressó hér Eyjum sem er byggt upp á The biggest loser þáttunum,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, 27 ára Vestmanneyingur, sem hefur misst 62 kíló síðan í október á síðasta ári. Ólafur var yfir 200 kg. „Ég byrjaði að breyta um lífstíl 18. október í fyrra og núna hef ég misst 62 kg., 13% af fitu og yfir hálfan meter af mittismáli. Við vorum sex manna hópur sem fór af stað í þessu átak og voru upplýsingar birtar um okkur í sjónvarpsvísinum sem kemur út einu sinni í viku hér út í Eyjum. Svona prósentutölur eins og í Biggest Loser.“ Ólafur segir að það hafi verið fyrsta skrefið. „Þetta var tveggja mánaða átak hjá okkur og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Ólafur en ástand hans var farið að hafa töluverð áhrif á hans líf. „Þetta var farið að setjast verulega á mig, bæði andlega og líkamlega. Það fóru strax fimm kg. fyrstu vikuna,“ segir Ólafur sem er 192 sentímetrar á hæð og því nokkuð hávaxinn.Ólafur fór á æfingu í morgun og var nokkuð léttur á því.vísir Ólafur fór í offitumeðferð á Reykjalundi árið 2009-2010 og léttist þá um 40 kíló. Hann bætti síðan á sig fimmtíu kíló næstu árin en gat nýtt sér reynslu sína og þekkingu síðustu mánuði. „Það er mikill munar á mér núna og fyrir nokkrum mánuðum. Ávinningurinn er mikill, bæði andlega og líkamlega. Maður er hættur að finna fyrir bakverkjum, er ekki að drepast alltaf í ökklanum. Bara það að standa upp úr sófanum er mun léttara sem og að fara inn í bíl.“ Hann segir vera mun á sér með hverju kílóinu. „Ég spila golf og badminton, og það er rétt hægt að ímynda sér hversu mikið auðveldara það er fyrir mig í dag,“ segir Ólafur, en hann er rekstrarstjóri í sjoppunni Skýlið sem hann á ásamt foreldrum sínum. „Ég er matarfíkill og það er ekkert leyndarmál. Samt er ég að selja pylsur og hamborgara allan daginn. Ef ég næ að standast þá freistingu, þá get ég allt. Trikkið er bara að verða aldrei svangur og því er ég alltaf með hollan mat við hendina.“ Hann æfir í dag alla daga vikunnar og vill sérstaklega þakka fyrir alla sem hafa stutt við bakið á honum. „Ég er virkilega þakklátur öllum á Hressó, sérstaklega Önnu Dóru, Gísla Foster og Jóhönnu.“ Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Ég fór á námskeið hjá líkamsræktarstöðinni Hressó hér Eyjum sem er byggt upp á The biggest loser þáttunum,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, 27 ára Vestmanneyingur, sem hefur misst 62 kíló síðan í október á síðasta ári. Ólafur var yfir 200 kg. „Ég byrjaði að breyta um lífstíl 18. október í fyrra og núna hef ég misst 62 kg., 13% af fitu og yfir hálfan meter af mittismáli. Við vorum sex manna hópur sem fór af stað í þessu átak og voru upplýsingar birtar um okkur í sjónvarpsvísinum sem kemur út einu sinni í viku hér út í Eyjum. Svona prósentutölur eins og í Biggest Loser.“ Ólafur segir að það hafi verið fyrsta skrefið. „Þetta var tveggja mánaða átak hjá okkur og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Ólafur en ástand hans var farið að hafa töluverð áhrif á hans líf. „Þetta var farið að setjast verulega á mig, bæði andlega og líkamlega. Það fóru strax fimm kg. fyrstu vikuna,“ segir Ólafur sem er 192 sentímetrar á hæð og því nokkuð hávaxinn.Ólafur fór á æfingu í morgun og var nokkuð léttur á því.vísir Ólafur fór í offitumeðferð á Reykjalundi árið 2009-2010 og léttist þá um 40 kíló. Hann bætti síðan á sig fimmtíu kíló næstu árin en gat nýtt sér reynslu sína og þekkingu síðustu mánuði. „Það er mikill munar á mér núna og fyrir nokkrum mánuðum. Ávinningurinn er mikill, bæði andlega og líkamlega. Maður er hættur að finna fyrir bakverkjum, er ekki að drepast alltaf í ökklanum. Bara það að standa upp úr sófanum er mun léttara sem og að fara inn í bíl.“ Hann segir vera mun á sér með hverju kílóinu. „Ég spila golf og badminton, og það er rétt hægt að ímynda sér hversu mikið auðveldara það er fyrir mig í dag,“ segir Ólafur, en hann er rekstrarstjóri í sjoppunni Skýlið sem hann á ásamt foreldrum sínum. „Ég er matarfíkill og það er ekkert leyndarmál. Samt er ég að selja pylsur og hamborgara allan daginn. Ef ég næ að standast þá freistingu, þá get ég allt. Trikkið er bara að verða aldrei svangur og því er ég alltaf með hollan mat við hendina.“ Hann æfir í dag alla daga vikunnar og vill sérstaklega þakka fyrir alla sem hafa stutt við bakið á honum. „Ég er virkilega þakklátur öllum á Hressó, sérstaklega Önnu Dóru, Gísla Foster og Jóhönnu.“
Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein