Innlent

3.450 tonn af nautakjöti framleidd

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
3450 tonn af nautakjöti voru framleidd síðustu tólf mánuði.
3450 tonn af nautakjöti voru framleidd síðustu tólf mánuði. vísir/stefán
Framleiðsla kjöts af nautgripum á undanförnum tólf mánuðum nemur um það bil 3.450 tonnum. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Búnaðarstofu sem opinberað var í gær. Framleiðslan er nærri óbreytt frá síðasta ári en þá voru 3.495 tonn framleidd af 17.658 gripum. Þá hafði orðið 500 tonna samdráttur frá árinu áður og nær iðnaðurinn því ekki að jafna sig í ár.

Ef litið er til september 2015 var framleiðsla hins vegar um fimmtán prósent meiri en í sama mánuði ári fyrr. Þá jókst framleiðsla ungnautakjöts um tæp sex prósent og kýrkjöts um rúm tuttugu prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×