Skurðstofa lokuð og hundruð bíða aðgerðar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeild Landspítalans. vísir/vilhelm Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira