Skurðstofa lokuð og hundruð bíða aðgerðar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeild Landspítalans. vísir/vilhelm Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ein af þremur skurðstofum kvensjúkdómadeildar Landspítalans er lokuð vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Nú bíða 275 konur eftir grindarbotnsaðgerð. Af þeim eru 238 með blöðrusig eða legsig og 37 með þvagleka. Biðin eftir aðgerð getur í sumum tilfellum verið nær tvö ár. Alls bíða 180 konur eftir greiningu á göngudeild. „Við höfum einungis getað haldið tveimur skurðstofum af þremur opnum frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum. Verkföll settu strik í reikninginn í vor og svo komu sumarfrí. Við vonuðumst til að geta opnað þriðju skurðstofuna aftur í haust en það tókst ekki og þá lengist biðlistinn,“ segir Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvensjúkdómadeildinni. Konurnar sem bíða eftir aðgerð eru á öllum aldri, að sögn Kristínar. „Við fæðingu barns verða oft skaðar, fyrst og fremst á vöðvafestum og bandvef sem við erum að gera við. Algengara er að yngri yngri konur fari í þvaglekaaðgerðir en aðgerðir vegna sigs. Þær bíða skemur eða sex til sjö mánuði. Lengsti biðtíminn hjá konum sem þurfa sigaðgerð er nær tvö ár.“ Kristín getur þess að kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum geri ekki aðgerðir vegna hægðaleka, heldur almennir skurðlæknar. „Þetta er yfirleitt ekki stór hópur. Við greinum þær en sendum þær síðan áfram.“ Bæði þvagleki og hægðaleki er mikið feimnismál, að því er Kristín greinir frá. „Konurnar segja ekki frá þessu og þær koma oft ekki til læknis fyrr en mörgum árum eftir að vandamálið byrjar. Eftir að hafa fengið bata virðist mér þær geta rætt þetta við vinkonur og þá kemur stundum í ljós að fleiri glíma við þetta.“ Fjöldi fyrrgreindra aðgerða var áður gerður á St. Jósefsspítala. Þegar honum var lokað fyrir um fjórum árum fluttust þessar grindarbotnsaðgerðir yfir á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. En ef við fengjum vinnufrið í svolítinn tíma og gerðum átak í þessum aðgerðum kæmist jafnvægi á. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ tekur yfirlæknirinn fram.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira