Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. október 2015 10:00 Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, segir samfélagið viðurkenna sorg vegna andláts maka en ekki átta sig á sorg sem fylgir skilnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“ Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
„Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent