Enski boltinn

Mourinho: Þurfum einn leikmann í viðbót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho er áhugaverður einstaklingur.
Mourinho er áhugaverður einstaklingur. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann vilji einn leikmann í viðbót í glugganum. Hann segir að liðið verði að vera tilbúið lendi það í meiðslavandræðum eða leikbönnum.

„Þurfum við að bæta okkur? Auðvitað. Alltaf. Við erum rólegir, ekki ánægðir, en rólegir. Við þurfum það. Við verðum að vera óánægðir því það lætur þig vinna betur,” sagði Mourinho í samtali við fjölmiðla.

„Það væri frábært fá einn leikmann í viðbót fyrir okkur. Einn möguleiki fyrir mig í viðbót er ekki vandamál. Þú lendir í meiðslum, leikbönnum og þú spilar mismunandi kerfi gegn mismunandi liðum.”

Chelsea náði að klófesta Pedro í vikunni, en einnig hefur vinstri bakvörðurinn Baba Rahman og Kenedy, ungur Brasilímaður, gengið í raðir ensku meistaranna.

„Vonandi komumst við áfram í bikarnum og það eru fullt af leikjum að spila. Ef þú ert með einn vængmann í viðbót. Það getur verið vandræði fyrir þá að spila ekki eins mikið og þeir vilja, en fyrir mig er það ekki vandræði,” sagði sá sérstaki að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×