Get strítt þeim bestu á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Sævar vill keppa á ÓL í Suður-Kóreu árið 2018. Hér er hann á leikunum í Sotsjí í fyrra. fréttablaðið/getty Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá
Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn