Get strítt þeim bestu á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Sævar vill keppa á ÓL í Suður-Kóreu árið 2018. Hér er hann á leikunum í Sotsjí í fyrra. fréttablaðið/getty Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá
Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn