Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 09:00 Jakob Örn Sigurðarson hefur aldrei kynnst hlutverki varamannsins áður. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00