Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 09:00 Jakob Örn Sigurðarson hefur aldrei kynnst hlutverki varamannsins áður. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00