Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 14:00 Helgi Már Magnússon hlustar á þjóðsönginn af innlifun. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. Íslenska liðið tapaði með sjö stigum á móti Ítölum í gær en íslensku strákarnir voru yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Við spiluðum góðan leik en við ætluðum að vinna þetta og það var óþolandi að hafa tapað þessu. Við áttum að vinna því við vorum betri að mér fannst," segir Helgi Már Magnússon eftir tapið á móti Ítölum í gærkvöldi. „Þeir kláruðu sitt en við kláruðum ekki alveg okkar. Þetta eru eitt til tvö "play" sem þurfa að falla okkar megin. Því miður gerðist það ekki og svona er bara körfubolti. Ítalir eru bara drullugóðir og þeir með menn sem geta klárað svona leiki. Við erum reyndar með þá líka en það tókst ekki hjá okkur," segir Helgi Már. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki en liðið hefur komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu og öflugri spilamennsku. „Við erum klárir og ætlum að vinna leiki hérna. Við ætlum að að koma fólki á óvart," segir Helgi Már. Íslenska vörnin var ekki eins sterk í byrjun á móti Ítölum eins og í leiknum við Þjóðverja en svo skiptu menn í rétta gírinn og komu sér með því inn í leikinn. „Við þurftum aðeins að aðlaga okkur að Ítölunum því þeir eru öðruvísi en Þjóðverjarnir sem við vorum búnir að leggja mikið púður í. Þetta eru aðeins öðruvísi leikmenn með aðra styrkleika," segir Helgi. „Við bættum aðeins í og þá sérstaklega í vörnina undir körfunni. Þeir voru að fá svolítið mikið af stigum undir körfunni í fyrsta leikhluta en svo náðum við að loka á það í öðrum leikhluta og megnið af leiknum. Þeir fengu eina til tvær körfur þarna undir en annars þurftu þeir að setja niður erfið skot," segir Helgi Már. Ísland spilar ekki næsta leik fyrr en á þriðjudaginn og mánudagurinn er því hvíldardagur fyrir íslenska liðið. „Það er flott að fá hvíld til að geta eytt meiri púðri í að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er bara stórleikur. Það verður gaman," segir Helgi Már en leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma á morgun. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. Íslenska liðið tapaði með sjö stigum á móti Ítölum í gær en íslensku strákarnir voru yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Við spiluðum góðan leik en við ætluðum að vinna þetta og það var óþolandi að hafa tapað þessu. Við áttum að vinna því við vorum betri að mér fannst," segir Helgi Már Magnússon eftir tapið á móti Ítölum í gærkvöldi. „Þeir kláruðu sitt en við kláruðum ekki alveg okkar. Þetta eru eitt til tvö "play" sem þurfa að falla okkar megin. Því miður gerðist það ekki og svona er bara körfubolti. Ítalir eru bara drullugóðir og þeir með menn sem geta klárað svona leiki. Við erum reyndar með þá líka en það tókst ekki hjá okkur," segir Helgi Már. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki en liðið hefur komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu og öflugri spilamennsku. „Við erum klárir og ætlum að vinna leiki hérna. Við ætlum að að koma fólki á óvart," segir Helgi Már. Íslenska vörnin var ekki eins sterk í byrjun á móti Ítölum eins og í leiknum við Þjóðverja en svo skiptu menn í rétta gírinn og komu sér með því inn í leikinn. „Við þurftum aðeins að aðlaga okkur að Ítölunum því þeir eru öðruvísi en Þjóðverjarnir sem við vorum búnir að leggja mikið púður í. Þetta eru aðeins öðruvísi leikmenn með aðra styrkleika," segir Helgi. „Við bættum aðeins í og þá sérstaklega í vörnina undir körfunni. Þeir voru að fá svolítið mikið af stigum undir körfunni í fyrsta leikhluta en svo náðum við að loka á það í öðrum leikhluta og megnið af leiknum. Þeir fengu eina til tvær körfur þarna undir en annars þurftu þeir að setja niður erfið skot," segir Helgi Már. Ísland spilar ekki næsta leik fyrr en á þriðjudaginn og mánudagurinn er því hvíldardagur fyrir íslenska liðið. „Það er flott að fá hvíld til að geta eytt meiri púðri í að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er bara stórleikur. Það verður gaman," segir Helgi Már en leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma á morgun.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00