Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson í viðtali á æfingu Íslands. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00