Innlent

Forveri Gunnars fær tæplega tólf milljónir í starfsflokasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Birgisson, til vinstri, tók nýverið við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Sigurð má sjá til hægri
Gunnar Birgisson, til vinstri, tók nýverið við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Sigurð má sjá til hægri vísir/vilhelm/XD
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að greiða Sigurði Vali Ásbjarnarsyni, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, tæplega tólf milljónir króna í starfslokasamning. Þetta kemur fram á vef Héðinsfjarðar.

Sigurður Valur sagði upp störfum og óskaði meirihluti bæjarstjórnar eftir því að hann ynni ekki uppsagnarfrestinn.

Gunnar Ingi Birgisson tók við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar á dögunum. Gunnar var bæjarstjóri Kópavogs og þingmaður til fjölda ára.


Tengdar fréttir

Laun fást ekki gefin upp strax

Upplýsingar um ráðningarsamning nýs bæjarstjóra Fjallabyggðar og starfslokasamning fyrrverandi bæjarstjóra fást ekki uppgefnar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×