Innlent

Nafn mannsins sem lést í Seyðisfirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn sem fannst látinn í Seyðisfirði um helgina hét Pascal René Danz Lunn og var svissneskur ríkisborgari. Lögregla á Austurlandi greinir frá nafni hans í tilkynningu á vef sínum.

Umfangsmikil leit var gerð að manninum á laugardag eftir að upplýsingar bárust frá eiginkonu hans í Sviss sem náði ekki í hann. Bíll mannsins hafði þá staðið við Fjarðarselsvirkjun í nokkra daga.

Eftir um fjögurra klukkustunda leit fannst lík mannsins í fjalllendi við Ytri-Hádegisá í sunnanverðum firðinum. Samkvæmt lögreglu virðist maðurinn, sem hafði í hyggju að dvelja á Íslandi til lengri tíma, hafa fallið í klettum við klifur.

Lögregla þakkar björgunarsveitum fyrir aðstoðina. 


Tengdar fréttir

Hinn látni var Svisslendingur

Erlendi karlmaðurinn sem fannst látinn í Seyðisfirði í gær er talinn hafa hrapað við klifur.

Manns leitað í Seyðisfirði

Leitin beinist að botni Seyðisfjarðar og fjöllum þar í kring en bíll mannsins hefur staðið við Fjarðarselsvirkjun undanfarna daga.

Fannst látinn í Seyðisfirði

Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×