Árni Páll stappar stálinu í flokkssystkini sín: „Ef við hættum að vera samfylking verðum við bara sundurfylking“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 16:24 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stappar stálinu í flokksstjórnarfulltrúa flokksins í tölvupósti sem hann sendi þeim í dag. Þar lýsir formaðurinn áhyggjum sínum af fylgi flokksins og stöðu hans en Samfylkingin mældist fyrr í mánuðinum með 9,5% í skoðanakönnun MMR. Flokkurinn hefur aldrei mælst með jafnlítið fylgi. Í pósti sínum segir Árni Páll: „Á hinn bóginn vil ég nefna áhyggjur af fylgi flokksins og stöðu hans. Við getum ekki sætt okkur við 9,5% fylgi og verðum að bindast samtökum um að snúa þeirri stöðu við. Við lok landsfundarins í lok mars benti ég á að við þyrftum öll að vinna úr þeirri erfiðu stöðu – ég gæti það ekki einn. Það er enn sannfæring mín. Mestu skiptir að við stöndum saman um hugmyndina um samfylkingu.“Þykir vænt um nafn Samfylkingarinnar Árni Páll segir síðan að honum þyki, öfugt við ýmsa flokksmenn, vænt um nafn Samfylkingarinnar. Hann segir ástæðuna þá að nafnið segi allt sem segja þarf. Alls konar fólk hafi komið saman og stofnað flokkinn, meðal annars „femínistar, hægrikratar“ og „kommar“. Sannfæring þeirra sem komu að stofnun Samfylkingar hafi þó verið sú að þeir vildu vera „innan samfylkingar með öðrum,“ þrátt fyrir ólíka merkimiða. „Vegna þess að við vissum að eins heillandi og sérstaðan er um stund, dæmir hún okkur til áhrifaleysis þegar til lengdar lætur. Umbótasinnuð öfl, hverju nafni sem nefnast, þurfa sameiginlegan vettvang. Ef Samfylkingunni bregst ætlunarverkið veitir nafnið líka svar um hvað gerist: Ef við hættum að vera samfylking verðum við bara sundurfylking. Og það hlýtur að vera martröð okkar allra.“ Í lok póstsins brýnir Árni Páll svo flokksstjórnarmenn til að hugsa sitt ráð: „Ég vil þess vegna brýna okkur öll til að hugsa nú okkar ráð og velta því fyrir okkur hvert og eitt hvað við getum gert til að styrkja Samfylkinguna til að vera þá fjöldahreyfingu sem við höfum öll metnað til að hún verði á ný.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stappar stálinu í flokksstjórnarfulltrúa flokksins í tölvupósti sem hann sendi þeim í dag. Þar lýsir formaðurinn áhyggjum sínum af fylgi flokksins og stöðu hans en Samfylkingin mældist fyrr í mánuðinum með 9,5% í skoðanakönnun MMR. Flokkurinn hefur aldrei mælst með jafnlítið fylgi. Í pósti sínum segir Árni Páll: „Á hinn bóginn vil ég nefna áhyggjur af fylgi flokksins og stöðu hans. Við getum ekki sætt okkur við 9,5% fylgi og verðum að bindast samtökum um að snúa þeirri stöðu við. Við lok landsfundarins í lok mars benti ég á að við þyrftum öll að vinna úr þeirri erfiðu stöðu – ég gæti það ekki einn. Það er enn sannfæring mín. Mestu skiptir að við stöndum saman um hugmyndina um samfylkingu.“Þykir vænt um nafn Samfylkingarinnar Árni Páll segir síðan að honum þyki, öfugt við ýmsa flokksmenn, vænt um nafn Samfylkingarinnar. Hann segir ástæðuna þá að nafnið segi allt sem segja þarf. Alls konar fólk hafi komið saman og stofnað flokkinn, meðal annars „femínistar, hægrikratar“ og „kommar“. Sannfæring þeirra sem komu að stofnun Samfylkingar hafi þó verið sú að þeir vildu vera „innan samfylkingar með öðrum,“ þrátt fyrir ólíka merkimiða. „Vegna þess að við vissum að eins heillandi og sérstaðan er um stund, dæmir hún okkur til áhrifaleysis þegar til lengdar lætur. Umbótasinnuð öfl, hverju nafni sem nefnast, þurfa sameiginlegan vettvang. Ef Samfylkingunni bregst ætlunarverkið veitir nafnið líka svar um hvað gerist: Ef við hættum að vera samfylking verðum við bara sundurfylking. Og það hlýtur að vera martröð okkar allra.“ Í lok póstsins brýnir Árni Páll svo flokksstjórnarmenn til að hugsa sitt ráð: „Ég vil þess vegna brýna okkur öll til að hugsa nú okkar ráð og velta því fyrir okkur hvert og eitt hvað við getum gert til að styrkja Samfylkinguna til að vera þá fjöldahreyfingu sem við höfum öll metnað til að hún verði á ný.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira