Innlent

Vopnað rán í Samkaupum: Einn handtekinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á myndinni lengst til vinstri sést maðurinn sem rændi sömu verslun um helgina.
Á myndinni lengst til vinstri sést maðurinn sem rændi sömu verslun um helgina.
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráninu í versluninni  í Hófgerði 30 í Kópavogi í dag.

Að sögn starfandi stöðvarstjóra í Kópavogi var ungi karlmaðurinn handtekinn í kjölfar ábendingar sem lögreglunni barst í kvöld og gistir hann nú fangageymslur grunaður um verknaðinn. Hann verður yfirheyrður í fyrramálið.

Ekki er vitað að svo stöddu hvort að hann kunni einnig hafa verið að verki þegar rán var framið í sömu verslun síðastliðinn laugardag en það mál er einnig óupplýst. Grunur lék þó á því í dag að um sama mann væri að ræða í báðum tilvikum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ræningjann eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×