Byggt ofan á skjálftasprungu Linda Blöndal skrifar 20. júní 2015 19:30 Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kísilverið sem rísa á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur stendur á miðju skjálftasvæði sem er það virkasta á Norðurlandi, segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Staðurinn sé sá versti mögulegi fyrir starfsemina. Sveitarstjóri Norðurþings segir áhættuna hafa verið metna samkvæmt opinberum viðmiðum og breyti ekki því að verkefnið haldi áfram.Á barmi helsta skjálftasvæði landsins Páll bendir á að lóðin þar sem kísilverið á að rísa sé á barmi virkasta misgengis á landinu. Það sé helsta skjálftasvæði Norðurlands. „Þarna munu í framtíðinni verða stórir skjálftar sem eiga upptök sín í sprungunni sjálfri og það er hreinlega ekki hægt að komast nær henni heldur en þetta. Það er akkúrat þar sem maður vill ekki hafa viðkvæman atvinnurekstur”, sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er hreinlega á bakkanum á sprungunni sjálfri. Öll byggingarlóðin er innan við fimm hundruð metra allt saman frá virku misgengi,”Páll Einarsson jarðeðlisfræðingurByggingarlóðin færð nær misgenginuTveir staðir á landinu er slík flekamót sem búa til stóra jarðskjálfra, bendir Páll á. Annars vegar á suðurlandsundirlendinu og hins vegar við ströndina á norðurlandi. „Þar eru flekaskilin greinótt. Ein greinin liggur hreinlega þarna um Húsavíkurmisgengin”, segir Páll og bætir við að þetta hafi legið fyrir allan tímann sem rætt hefur verið um kísilver á Bakka. En af einhverjum ástæðum hafi byggingarlóðin verið færð nær misgenginu heldur en allar rannsóknir beindust að áður.Húsin standa en starfsemin viðkvæmÞýska fyrirtækið PCC ætlar að hefja framleiðslu kísilmálms á Bakka í lok ársins 2017 en fyrr í mánuðinum var raforkusamningur við Landsnet tryggður. Síðast varð stór skjálfti á Húsavíkursvæðinu árið 1872 en minni skjálftar hafi verið tíðir fram á áttunda áratug síðustu aldar. Páll segir að þegar skjálfti verði, upp á jafnvel sjö stig eins og reikna má reikna má með útfrá fyrri skjálftum, þá geti byggingar allt eins staðið það af sér en starfsemi eins og kísilver ekki.Óvissa„Það er engin leið að reikna út hve hröðunin og hreyfingin verður mikil þarna. Hver svo sem hún verður þá er afskaplega erfitt að reka málmbræðslu með bræðsluofnum og bræðsluofnasal þar sem folk á að vinna við þessar aðstæður”, segir Páll.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri NorðurþingsAllir opinberir staðlar uppfylltirKristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings bendir á að á löngum ferli málsins sé búið að fara í gegnum allt mögulegt áhættumat. Umhverfismat og starfsleyfi uppfylli allar opinberar kröfur. „Þegar fyrirtækið PCC sótti um þessa tilteknu lóð þá var þetta vitað og ítarlegar rannsóknir og áhættumat hefur farið fram og tillit tekið til þessa varðandi hönnunina á mannvirkjunum sem hefur staðið undanfarin ár”, sagði Kristján í fréttatímanum.Langur tími í rannsóknirHann telur áhættuna af málmbræðslu inni í verinu miðað við jarðskjálftahættu vera vel ígrundaða af hálfu yfirvalda og fyrirtækisins þýska. „Ég svo sem ekki forsendur sjálfur til að meta það annað en að fyrirtækið sjálft og hönnuðir þess hafi farið að leikreglum sem snúa að mannvirkjum og starfsemi kveða á um. Undirbúningur verkefnisins er búinn að fara í gegnum langt og strangt ferli. Iðnaðarsvæðið á Bakka hefur verið til umræðu mjög lengi og farið í gegnum margskona mat í gegnum árin”, segir Kristján. Ekkert sé nú að vanbúnaði að hefja uppbyggingu á staðnum. Menn vinni einfaldlega eftir stöðlum og reglum sem gilda á hverju svæði.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent