Enski boltinn

Byrjar Fellaini sem fremsti maður hjá United í dag?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini í leik með United.
Fellaini í leik með United. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður að öllum líkindum ekki í liði United í dag. Rooney glímir við meiðsli og litlar líkur eru á því að hann spili gegn Liverpool, en liðin mætast á Old Trafford í dag.

Rooney var ekki á meðal þeirra leikmanna United sem mættu á hótel í gær að sögn enskra fjölmiðla, en Rooney er talinn hafa meiðst á læri í leikjum með enska landsliðinu á dögunum.

Þar bætti Rooney markamet Bobby Charlton, en það voru ekki bara góð tíðindi í þeirri ferð því eins og fyrr segir eru ekki miklar líkur á því að Rooney spili í stórleik dagsins. United mætir Liverpool klukkan 16:30.

Marouane Fellaini er líklegastur til að byrja sem fremsti maður hjá United, en Louis van Gaal, stjóri United, hefur ekki um marga kosti að velja.

James Wilson verður líklega lánaður til B-deildarliðs á næstu dögum, en ungstirnið Anthony Martial, sem gekk í raðir United á dögunum, gæti leikið sinn fyrsta leik.

Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×