Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2015 14:50 Illmennið í mynd Ölmu hlýtur að teljast Jóhanna Knudsen sem gekk afar hart fram gegn ástandsstúlkum. visir/pjetur Heimildamyndin „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum -- lauslæti og landráð“ eftir Ölmu Ómarsdóttur hefur vakið mikla athygli en þar er fjallað um það harðræði sem þær stúlkur sem „lentu“ í því sem kallað hefur verið „ástandið“ máttu sæta af hálfu yfirvalda. Alma segir þær hafa mátt sæta ofsóknum og það kalli á spurningar varðandi það hverjir stóðu á bak við það að lögreglan fór fram gegn borgurum með þeim hætti. Og í því felst ákveðin kaldhæðni, að mati Ölmu því sá sem gekk harðast fram heitir Jóhanna Knudsen.Alma telur það skjóta skökku við að fyrsta íslenska lögreglukonan hafi gengið fram með þessum hætti.visir/pjetur„Það var fyrsta lögreglukonan á Íslandi, Jóhanna Knudsen, og það er sorglegt að fyrsta konan sem gegndi þessu starfi skyldi hafa beitt sér með svo grófum hætti gegn konum,“ segir Alma. „En hún var náttúrulega ekkert ein í þessu því skipunin kom að ofan frá dómsmálaráðherra sem var þá einnig forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni. Hann fór fram á að Jóhanna legðist í rannsóknir á því hvernig þessum málum væri háttað og þar virðist hún fá alveg frítt spil til þess að njósna um fólk og hún njósnaði um mörg hundruð konur. Lögreglan styður hana í því ferli öllu svo hún hafði afar sterkt bakland í þessum aðgerðum enda áhrifamenn í þjóðfélaginu sem stóðu á bak við þetta.“Íslands óhamingju verður allt að vopni Augu manna hafa þannig beinst að Jóhönnu og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur athygli á mannlýsingu sem finna má í eftirmælum um hana, sem er allrar athygli verð. Þau minningarorð fann Stefán í tímaritinu Melkorku og er hún frá árinu 1950. Þetta er 3. tölublað þess árgangs og er það Aðalbjörg Sigurðardóttir sem skrifar. Greinin hefst á gamalkunnri tilvitnun: Íslands óhamingju verður allt að vopni, þá með skírskotun til þess að nú sé Jóhanna fallin frá.Jóhanna Knudsen var ýmsum harmdauði en sagan virðist ekki ætla að fara um hana mildum höndum.Í greininni miðri má finna eftirfarandi klausu, þar sem Aðalbjörg lýsir því sem helst einkenndi Jóhönnu og dreif hana áfram – en svo virðist sem það hafi verið þjóðerniskenndin:Barátta fyrir æsku landsins „En sterkasti þátturinn í skapgerð Jóhönnu var þó efalaust ástríðuþrungin elska hennar á íslandi, íslenzkri þjóð og íslenzkri menningu. Það var þó ekki blind elska, heldur vandlætingasöm, ekkert nema hið bezta var nógu gott íslenzkri þjóð og menningu. Eins og landið sjálft var hið dýrasta djásn fegurðar meðal landa jarðarinnar, eins og hin forna íslenzka menning hafði á sínum tíma skipað þjóðinni sæti við háborð menningarþjóða heims, eins átti hið unga, sjálfstæða ísland að geta lagt fram hina göfugustu ávexti andlegrar menningar og siðfágunar, sem henni virtist nútímamenninguna skorta mjög. Hún trúði því af öllu hjarta, að í gamalli erfðakenningu þjóðarinnar og upplagi hennar öllu byggju möguleikar til þess að þetta mætti takast. Þess vegna tók hún upp baráttuna gegn óhollum erlendum áhrifum, þess vegna barðist hún gegn ofdrykkjunni og afleiðingum hennar, fyrst og fremst fyrir æsku landsins. Þess vegna vildi hún í engu slaka til í réttindabaráttunni fyrir Islands hönd.“ ...Uppfært 15:44Fyrirsögn hefur verið uppfærð, var Ástþrungin elska ..., sem er fremur kauðsk tvítekning og var henni því breytt, í kjölfar ábendinga. Annmarkar eru á kerfinu, þeir að ef fyrirsögnum er breytt falla allar athugasemdir út sjálfkrafa og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Vísir hvetur lesendur eindregið til að setja fram athugasemdir.Minningargreinar sem sjá varla sólina fyrir viðfangsefni sínu eru sjaldnast áhugaverðar. Jóhanna Knudsen hefur verið í umræðunni vegna þáttar síns í málum 'ástandsstúlknanna“. Þetta er áhugaverð mannlýsing.Posted by Stefán Pálsson on 14. október 2015 Tengdar fréttir Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Heimildamyndin „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum -- lauslæti og landráð“ eftir Ölmu Ómarsdóttur hefur vakið mikla athygli en þar er fjallað um það harðræði sem þær stúlkur sem „lentu“ í því sem kallað hefur verið „ástandið“ máttu sæta af hálfu yfirvalda. Alma segir þær hafa mátt sæta ofsóknum og það kalli á spurningar varðandi það hverjir stóðu á bak við það að lögreglan fór fram gegn borgurum með þeim hætti. Og í því felst ákveðin kaldhæðni, að mati Ölmu því sá sem gekk harðast fram heitir Jóhanna Knudsen.Alma telur það skjóta skökku við að fyrsta íslenska lögreglukonan hafi gengið fram með þessum hætti.visir/pjetur„Það var fyrsta lögreglukonan á Íslandi, Jóhanna Knudsen, og það er sorglegt að fyrsta konan sem gegndi þessu starfi skyldi hafa beitt sér með svo grófum hætti gegn konum,“ segir Alma. „En hún var náttúrulega ekkert ein í þessu því skipunin kom að ofan frá dómsmálaráðherra sem var þá einnig forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni. Hann fór fram á að Jóhanna legðist í rannsóknir á því hvernig þessum málum væri háttað og þar virðist hún fá alveg frítt spil til þess að njósna um fólk og hún njósnaði um mörg hundruð konur. Lögreglan styður hana í því ferli öllu svo hún hafði afar sterkt bakland í þessum aðgerðum enda áhrifamenn í þjóðfélaginu sem stóðu á bak við þetta.“Íslands óhamingju verður allt að vopni Augu manna hafa þannig beinst að Jóhönnu og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur athygli á mannlýsingu sem finna má í eftirmælum um hana, sem er allrar athygli verð. Þau minningarorð fann Stefán í tímaritinu Melkorku og er hún frá árinu 1950. Þetta er 3. tölublað þess árgangs og er það Aðalbjörg Sigurðardóttir sem skrifar. Greinin hefst á gamalkunnri tilvitnun: Íslands óhamingju verður allt að vopni, þá með skírskotun til þess að nú sé Jóhanna fallin frá.Jóhanna Knudsen var ýmsum harmdauði en sagan virðist ekki ætla að fara um hana mildum höndum.Í greininni miðri má finna eftirfarandi klausu, þar sem Aðalbjörg lýsir því sem helst einkenndi Jóhönnu og dreif hana áfram – en svo virðist sem það hafi verið þjóðerniskenndin:Barátta fyrir æsku landsins „En sterkasti þátturinn í skapgerð Jóhönnu var þó efalaust ástríðuþrungin elska hennar á íslandi, íslenzkri þjóð og íslenzkri menningu. Það var þó ekki blind elska, heldur vandlætingasöm, ekkert nema hið bezta var nógu gott íslenzkri þjóð og menningu. Eins og landið sjálft var hið dýrasta djásn fegurðar meðal landa jarðarinnar, eins og hin forna íslenzka menning hafði á sínum tíma skipað þjóðinni sæti við háborð menningarþjóða heims, eins átti hið unga, sjálfstæða ísland að geta lagt fram hina göfugustu ávexti andlegrar menningar og siðfágunar, sem henni virtist nútímamenninguna skorta mjög. Hún trúði því af öllu hjarta, að í gamalli erfðakenningu þjóðarinnar og upplagi hennar öllu byggju möguleikar til þess að þetta mætti takast. Þess vegna tók hún upp baráttuna gegn óhollum erlendum áhrifum, þess vegna barðist hún gegn ofdrykkjunni og afleiðingum hennar, fyrst og fremst fyrir æsku landsins. Þess vegna vildi hún í engu slaka til í réttindabaráttunni fyrir Islands hönd.“ ...Uppfært 15:44Fyrirsögn hefur verið uppfærð, var Ástþrungin elska ..., sem er fremur kauðsk tvítekning og var henni því breytt, í kjölfar ábendinga. Annmarkar eru á kerfinu, þeir að ef fyrirsögnum er breytt falla allar athugasemdir út sjálfkrafa og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Vísir hvetur lesendur eindregið til að setja fram athugasemdir.Minningargreinar sem sjá varla sólina fyrir viðfangsefni sínu eru sjaldnast áhugaverðar. Jóhanna Knudsen hefur verið í umræðunni vegna þáttar síns í málum 'ástandsstúlknanna“. Þetta er áhugaverð mannlýsing.Posted by Stefán Pálsson on 14. október 2015
Tengdar fréttir Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30