Fótbolti

Engar furðulegar klippingar og bannað að drekka

Balo fagnar í leik með Milan.
Balo fagnar í leik með Milan. vísir/getty
Mario Balotelli mun nánast þurfa að haga sér eins og hermaður hjá AC Milan. Það er búið að banna honum að gera flest sem hann er þekktur fyrir að gera.

Balotelli hefur auðvitað skemmt mikið fyrir sjálfum sér á undanförnum árum með ýmiskonar misgáfulegum uppátækjum. AC Milan var ekki til í að taka aftur við honum nema hann samþykkti að vera til fyrirmyndar. Það gerði hann og Milan fékk hann því að láni í eitt ár frá Liverpool í gær.

Samningur hans við félagið er að mörgu leyti byggður á agareglum ítalska flughersins. Hann þarf því að haga sér afar vel.

Hann má ekki vera með furðulegar klippingar en hver metur það er annað mál. Balotelli má heldur ekki klæða sig eins og hann vill, hann má hvorki reykja né drekka, hann má ekki fara á næturklúbba og Milan mun einnig skerða aðgang hans á Twitter og Instagram.

Milan er að gefa honum tækifæri eftir ömurlegt ár á Englandi og sér ekki fram á að fá neitt út úr honum nema þeir séu með leikmanninn í bandi. Hann er staðráðinn í að sanna sig og haga sér vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×