Telur vopnaburð hluta af vinnuvernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Lögreglumenn á Íslandi ganga að jafnaði ekki með vopn. Sérsveitin er aftur á móti vopnuð. Vísir „Íslenska lögreglan er ekki að vopnast. Þetta er bara spurning um aðgengi,“ segir Eyþór Víðisson löggæslufræðingur þegar hann er beðinn um álit á þeirri breytingu að skammbyssur verði í læstum hólfum í sex lögreglubílum. Eyþór segir lögregluna í langflestum löndum vopnaða og þróunin sé í þá átt. Þetta skref íslensku lögreglunnar sé lítið en þetta sé bara fyrsta skrefið. „Þróun á lögum og vinnuvernd hefur aukið ábyrgð vinnuveitenda. Vinnuveitendur eiga að gera allt til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Aukið aðgengi að vopnum snýst að miklum hluta til um öryggi lögreglumanna. Að vera lögreglumaður er bara starf, fólk gleymir því.“Eyþór Víðisson löggæslufræðingur.Eyþór bendir á að lögreglan sé í erfiðustu aðstæðum sem koma upp. Á meðan almenningur hlaupi burt frá hættu, hlaupi lögreglan að henni. „Hvernig ætlum við að réttlæta það ef manneskja með átta haglabyssur byrjar að skjóta í Kringlunni að lögreglan geti ekki gert neitt? Hvernig á lögreglustjóri að horfa framan í almenning daginn eftir? Nei, við gátum ekkert gert því við vorum hrædd við virka í athugasemdum. Það svar er ekki í boði.“ Eyþór viðurkennir að vissulega séu vopn dregin oftar upp og fleiri falli þegar lögreglan er vopnuð. „En við verðum líka að spyrja okkur hversu mörgum skotárásum lögreglan afstýrir með því að vera vopnuð. Eða hversu margir hætta við að fremja glæp því löggan er vopnuð. Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki fram.“ Lögreglan er búin kylfum og piparspreyi. Einnig hefur verið umræða um rafmagnsbyssur. „Maður stoppar ekki brjálaða manneskju með þessum vopnum. Þegar allt kemur til alls er þetta einföld eðlisfræði. Maður mætir byssu með byssu og það er óviðunandi að lögreglan hafi ekki bestu tólin til að takast á við slíkar aðstæður.“Eyþór segist vita að þetta hljómi ofbeldisfullt og ógnvekjandi en bendir á að byssur hafi verið til í þrjú hundruð ár og það sé veruleiki lögreglumanna. „Um sextíu þúsund byssur eru skráðar á Íslandi. Ekki skammbyssur, en haglabyssur og rifflar. Næstu ár verða fréttir af fleiri bílum með byssur. Síðan af löggu að halda á byssu og löggu að skjóta sig í fótinn. Og það verða læti og dramatík. En það er eðlilegt að það taki almenning tíma að venjast þessu.“Vinnuvernd lögreglumanna óviðunandi Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar. Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili. Vinnueftirlitið hefur frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd en fálega hefur verið tek Tengdar fréttir Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00 Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Íslenska lögreglan er ekki að vopnast. Þetta er bara spurning um aðgengi,“ segir Eyþór Víðisson löggæslufræðingur þegar hann er beðinn um álit á þeirri breytingu að skammbyssur verði í læstum hólfum í sex lögreglubílum. Eyþór segir lögregluna í langflestum löndum vopnaða og þróunin sé í þá átt. Þetta skref íslensku lögreglunnar sé lítið en þetta sé bara fyrsta skrefið. „Þróun á lögum og vinnuvernd hefur aukið ábyrgð vinnuveitenda. Vinnuveitendur eiga að gera allt til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Aukið aðgengi að vopnum snýst að miklum hluta til um öryggi lögreglumanna. Að vera lögreglumaður er bara starf, fólk gleymir því.“Eyþór Víðisson löggæslufræðingur.Eyþór bendir á að lögreglan sé í erfiðustu aðstæðum sem koma upp. Á meðan almenningur hlaupi burt frá hættu, hlaupi lögreglan að henni. „Hvernig ætlum við að réttlæta það ef manneskja með átta haglabyssur byrjar að skjóta í Kringlunni að lögreglan geti ekki gert neitt? Hvernig á lögreglustjóri að horfa framan í almenning daginn eftir? Nei, við gátum ekkert gert því við vorum hrædd við virka í athugasemdum. Það svar er ekki í boði.“ Eyþór viðurkennir að vissulega séu vopn dregin oftar upp og fleiri falli þegar lögreglan er vopnuð. „En við verðum líka að spyrja okkur hversu mörgum skotárásum lögreglan afstýrir með því að vera vopnuð. Eða hversu margir hætta við að fremja glæp því löggan er vopnuð. Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki fram.“ Lögreglan er búin kylfum og piparspreyi. Einnig hefur verið umræða um rafmagnsbyssur. „Maður stoppar ekki brjálaða manneskju með þessum vopnum. Þegar allt kemur til alls er þetta einföld eðlisfræði. Maður mætir byssu með byssu og það er óviðunandi að lögreglan hafi ekki bestu tólin til að takast á við slíkar aðstæður.“Eyþór segist vita að þetta hljómi ofbeldisfullt og ógnvekjandi en bendir á að byssur hafi verið til í þrjú hundruð ár og það sé veruleiki lögreglumanna. „Um sextíu þúsund byssur eru skráðar á Íslandi. Ekki skammbyssur, en haglabyssur og rifflar. Næstu ár verða fréttir af fleiri bílum með byssur. Síðan af löggu að halda á byssu og löggu að skjóta sig í fótinn. Og það verða læti og dramatík. En það er eðlilegt að það taki almenning tíma að venjast þessu.“Vinnuvernd lögreglumanna óviðunandi Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar. Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili. Vinnueftirlitið hefur frá hruni endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd en fálega hefur verið tek
Tengdar fréttir Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00 Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til Innanríkisráðuneytið telur viðbúnaðargetu lögreglunnar vera óviðunandi. Byssur í lögreglubíla er svar við því. 1. desember 2015 06:00
Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu í desember. Minnka á viðbragðstíma. Lögregluþjónar hafa stundað skotvopnaæfingar undanfarið. 26. nóvember 2015 07:00