Björt Ólafs kemur aftur inn með látum: „Takk fyrir ekkert“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. desember 2015 22:26 Björt Ólafsdóttir tók sæti á ný sem þingmaður í dag. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar tók sæti á ný sem þingmaður í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist tvíbura. Björt var ómyrk í máli þegar hún sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætla í ár að gefa aðganginn að fiskveiðiauðlindinni. „Kvótaeigendur heilt yfir munu samkvæmt áætlun í frumvarpi til fjárlaga 2016 ekki borga nema 5,3 milljarða í veiðigjöld fyrir árið 2015. Veiðigjöldin hafa á síðustu árum verið um helmingi hærri."Í ár fari veiðigjaldið hins vegar aðeins í iðnaðinn sjálfan. „Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga mun ekkert renna í sameiginlega sjóði til handa þjóðinni. Leigan er 0 kr. Við fáum ekkert til að standa undir sameiginlegum verkefnum allrar þjóðarinnar, til dæmis heilbrigðisþjónustu. Eigendur auðlindarinnar fá ekkert í sinn hlut." Hún sagði stöðuna eftirtektarverða og sérstaka. „Vegna þess að það er ekki eins og sjávarútvegsfyrirtækin berjist í bökkum. Það vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mætavel. Fyrir mánuði stóð hæstvirtur forsætisráðherra sjálfur á fundi Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja og hældi greininni í hástert fyrir að hafa á árinu slegið Íslandsmet í útflutningi. Það er gott að það gengur vel en það er óþolandi að þjóðin fái engan skerf af þeirri velgengni. Ef sjávarútvegsfyrirtækin geta greitt sér arð vegna þess að vel gengur eiga eigendur auðlindarinnar eins rétt á sínum arði — en ríkisstjórnin er greinilega á öðru máli." Björt lauk svo ræðu sinni á orðunum: „Ég segi bara: Takk fyrir ekkert." Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar tók sæti á ný sem þingmaður í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist tvíbura. Björt var ómyrk í máli þegar hún sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætla í ár að gefa aðganginn að fiskveiðiauðlindinni. „Kvótaeigendur heilt yfir munu samkvæmt áætlun í frumvarpi til fjárlaga 2016 ekki borga nema 5,3 milljarða í veiðigjöld fyrir árið 2015. Veiðigjöldin hafa á síðustu árum verið um helmingi hærri."Í ár fari veiðigjaldið hins vegar aðeins í iðnaðinn sjálfan. „Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga mun ekkert renna í sameiginlega sjóði til handa þjóðinni. Leigan er 0 kr. Við fáum ekkert til að standa undir sameiginlegum verkefnum allrar þjóðarinnar, til dæmis heilbrigðisþjónustu. Eigendur auðlindarinnar fá ekkert í sinn hlut." Hún sagði stöðuna eftirtektarverða og sérstaka. „Vegna þess að það er ekki eins og sjávarútvegsfyrirtækin berjist í bökkum. Það vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mætavel. Fyrir mánuði stóð hæstvirtur forsætisráðherra sjálfur á fundi Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja og hældi greininni í hástert fyrir að hafa á árinu slegið Íslandsmet í útflutningi. Það er gott að það gengur vel en það er óþolandi að þjóðin fái engan skerf af þeirri velgengni. Ef sjávarútvegsfyrirtækin geta greitt sér arð vegna þess að vel gengur eiga eigendur auðlindarinnar eins rétt á sínum arði — en ríkisstjórnin er greinilega á öðru máli." Björt lauk svo ræðu sinni á orðunum: „Ég segi bara: Takk fyrir ekkert."
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira