Leyfilegur hámarkshraði í þéttbýli hratt brokk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2014 07:00 Snorri hefur vakið athygli fyrir nýstárlega númeraplötu sem á stendur töff. Fréttablaðið/Daníel „Það var kveðið á um umferð í lögreglusamþykktum. Þá var bannað að fara hraðar um götur Reykjavíkur en á hröðu brokki,“ segir Snorri Bjarnason, ökukennari til fjörutíu ára, hlæjandi um lagaumhverfið áður en fyrstu íslensku bifreiðalögin voru sett. Þau voru sett árið 1914 og fagna hundrað ára afmæli nú í lok júlí. Fyrsti bíllinn, oftast kallaður Thomsenbíllinn, kom til landsins árið 1904. Þá giltu engin bifreiðalög. Snorri segir bílinn hafa verið afllítinn. „Hann var svo kraftlaus að það þurfti að ýta honum upp Bankastrætið.“ Ditlev Thomsen kaupmaður, sem flutti inn bílinn, réð sérstaklega bílstjóra til að aka bifreiðinni. Sá þurfti að sækja sérstakt námskeið erlendis áður en bifreiðin var flutt til landsins til að geta ekið henni. Hugtakið bifreiðakennari varð nefnilega fyrst til á Íslandi með tilkomu laganna. Það hefur síðan breyst í tímans rás og orðið að starfsheitinu ökukennari. Þegar bílum fór að fjölga í kjölfarið varð þörfin fyrir formlega lagasetningu öllum ljós. „Það var farið að reyna á ýmislegt í sambandi við þetta. Það þurfti að setja reglur um forgang, hraða og varúð. Nefndu það,“ útskýrir Snorri. „Menn hafa gert sér grein fyrir því að þegar það koma svona tæki, sem eru þung, hafa mikið afl og fara á ákveðnum hraða þá náttúrulega þarf að setja mönnum einhverjar skorður.“ Lögin kváðu á um hámarkshraða í þéttbýli sem mátti aldrei vera meiri en 15 kílómetrar á klukkustund. Í dreifbýli var leyfilegt að keyra á allt að 35 kílómetrum á klukkustund. Nú er leyfilegur hámarkshraði í þéttbýli 50 kílómetrar á klukkustund og bara af því ljóst að margt hefur breyst.Brautryðjandi Thomsen-bíllinn var fyrsta bifreiðin sem kom til Íslands árið 1904. Tuttugu og sex árum síðar voru bifreiðar orðnar 1.434 talsins á landinu.Í dag lögð áhersla á hegðun í umferðinni Nú eru í gildi umferðarlög frá árinu 1987. „Lögin hafa þróast heilmikið,“ segir Snorri. „Hugsunin í þeim hefur breyst.“ „Á fyrstu árunum hefur kannski áherslan eða fókusinn verið lagður meira á bílinn en umferðina en þegar umferðin verður flóknari og ökutækjum fjölgar þá þarf að setja fókusinn meira á hegðunina í umferðinni og samspil við reglurnar,“ útskýrir Snorri. Það kalli á að vanda hlutina og leggja áherslu á umferðarkennslu. Samkvæmt reglugerð sem sett var ári eftir að lögin tóku gildi þurfti ökuskírteini til þess að aka bifreið í höfuðborginni. Fyrsta árið urðu bílstjórarnir 12 en þeim hefur farið ört fjölgandi síðan. Bílprófsaldur var fyrst um sinn 21 árs en hann er nú 17 ára. Bútur úr lögunum sem dæmi. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
„Það var kveðið á um umferð í lögreglusamþykktum. Þá var bannað að fara hraðar um götur Reykjavíkur en á hröðu brokki,“ segir Snorri Bjarnason, ökukennari til fjörutíu ára, hlæjandi um lagaumhverfið áður en fyrstu íslensku bifreiðalögin voru sett. Þau voru sett árið 1914 og fagna hundrað ára afmæli nú í lok júlí. Fyrsti bíllinn, oftast kallaður Thomsenbíllinn, kom til landsins árið 1904. Þá giltu engin bifreiðalög. Snorri segir bílinn hafa verið afllítinn. „Hann var svo kraftlaus að það þurfti að ýta honum upp Bankastrætið.“ Ditlev Thomsen kaupmaður, sem flutti inn bílinn, réð sérstaklega bílstjóra til að aka bifreiðinni. Sá þurfti að sækja sérstakt námskeið erlendis áður en bifreiðin var flutt til landsins til að geta ekið henni. Hugtakið bifreiðakennari varð nefnilega fyrst til á Íslandi með tilkomu laganna. Það hefur síðan breyst í tímans rás og orðið að starfsheitinu ökukennari. Þegar bílum fór að fjölga í kjölfarið varð þörfin fyrir formlega lagasetningu öllum ljós. „Það var farið að reyna á ýmislegt í sambandi við þetta. Það þurfti að setja reglur um forgang, hraða og varúð. Nefndu það,“ útskýrir Snorri. „Menn hafa gert sér grein fyrir því að þegar það koma svona tæki, sem eru þung, hafa mikið afl og fara á ákveðnum hraða þá náttúrulega þarf að setja mönnum einhverjar skorður.“ Lögin kváðu á um hámarkshraða í þéttbýli sem mátti aldrei vera meiri en 15 kílómetrar á klukkustund. Í dreifbýli var leyfilegt að keyra á allt að 35 kílómetrum á klukkustund. Nú er leyfilegur hámarkshraði í þéttbýli 50 kílómetrar á klukkustund og bara af því ljóst að margt hefur breyst.Brautryðjandi Thomsen-bíllinn var fyrsta bifreiðin sem kom til Íslands árið 1904. Tuttugu og sex árum síðar voru bifreiðar orðnar 1.434 talsins á landinu.Í dag lögð áhersla á hegðun í umferðinni Nú eru í gildi umferðarlög frá árinu 1987. „Lögin hafa þróast heilmikið,“ segir Snorri. „Hugsunin í þeim hefur breyst.“ „Á fyrstu árunum hefur kannski áherslan eða fókusinn verið lagður meira á bílinn en umferðina en þegar umferðin verður flóknari og ökutækjum fjölgar þá þarf að setja fókusinn meira á hegðunina í umferðinni og samspil við reglurnar,“ útskýrir Snorri. Það kalli á að vanda hlutina og leggja áherslu á umferðarkennslu. Samkvæmt reglugerð sem sett var ári eftir að lögin tóku gildi þurfti ökuskírteini til þess að aka bifreið í höfuðborginni. Fyrsta árið urðu bílstjórarnir 12 en þeim hefur farið ört fjölgandi síðan. Bílprófsaldur var fyrst um sinn 21 árs en hann er nú 17 ára. Bútur úr lögunum sem dæmi.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira