Hlíðarfjall varð af miklum tekjum yfir páskatímann Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. apríl 2014 11:15 Ný leið, Heimþráin, var opnuð á skíðasvæði Hlíðafjalls um páskana. MYND/NILLI „Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
„Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira