Hlíðarfjall varð af miklum tekjum yfir páskatímann Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. apríl 2014 11:15 Ný leið, Heimþráin, var opnuð á skíðasvæði Hlíðafjalls um páskana. MYND/NILLI „Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira