Lífið

Tilnefndir til stærstu verðlaunanna í bransanum

Bjarki Ármannsson skrifar
Umbúðirnar umræddu fyrir Norðursalt.
Umbúðirnar umræddu fyrir Norðursalt. Mynd/Jónsson & Le'macks
Auglýsingastofan Jónsson & Le'macks er tilnefnd til Cannes-Ljónsins  í hönnunarflokki fyrir umbúðir sem stofan hannaði fyrir Norðursalt. Að sögn fulltrúa stofunnar er um langstærstu verðlaun í hönnunar- og auglýsingabransanum að ræða, en meðal annarra tilnefndra eru risar geirans á borð við Saatchi & Saatchi.

„Ég er nú ekki búinn að panta flugið út,“ segir Þorvaldur Sverrisson sem stýrir stefnumótun auglýsingastofunnar. „Þetta eru voða töffarar sem við erum að keppa við. En tilnefningin er í raun það sem við keppum að, þannig að þetta er rosaleg viðurkenning.“

Úrslitin verða tilkynnt á morgun en Þorvaldur ítrekar að þetta sé ekki síður mikilvægt fyrir Norðursalt en stofuna.

„Þetta er líka gríðarlegt „boost“ fyrir þá,“ segir hann. „Svona tilnefning er gott veganesti á markað á Norðurlöndunum, Þýskalandi eða Bandaríkjunum,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.