Alfreð sá eini með tvö tuttugu marka tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu um helgina en hann náði með því sögulegu afreki. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007 Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira
Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira