Alfreð sá eini með tvö tuttugu marka tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu um helgina en hann náði með því sögulegu afreki. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007 Fótbolti Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007
Fótbolti Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira