Kennarar Tækniskólans skora á eigendur að axla ábyrgð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2014 16:43 Vísir/GVA Kennarar Tækniskólans lýsa yfir mikilli óánægju með launakjör framhaldsskólakennara í ályktun frá skyndifundi Kennarafélags Tækniskólans í morgun. Í ályktuninni, sem var samþykkt einróma á fjölmennum fundi, segir að dagvinnulaun framhaldsskólakennara hafi dregist saman um 17 prósent aftur úr launum samanburðarhópa hjá ríkisstofnunum. „Grófur og margendurtekinn niðurskurður á fjármunum til starfsemi framhaldsskóla hefur um langt árabil gert framhaldsskóla óhæfa til þess að stuðla að eðlilegri launaþróun starfsmanna sinna. Skýrsla allra aðila á vinnumarkaði frá október 2013 sýnir svart á hvítu að laun í framhaldsskólum hafa hækkað minna en hjá öllum öðrum starfsstéttum á árabilinu milli 2006 og 2013.“ Ennfremur var lýst yfir mikilli óánægju með vinnuveitendur og viðsemjendur hafi ekki fallist á að gera neinar breytingar á kjaraákvörðunum sem gagnast gætu til að sporna við launasigi í framhaldsskólum miðað við samanburðarhópa. „Félagsfundur í Kennarafélagi Tækniskólans skorar á stjórnvöld, stjórnmálastéttina og eigendur Tækniskólans ehf. að leiðrétta launakjör framhaldsskólakennara þegar í stað til þess að koma megi í veg fyrir að framhaldsskólakennarar þurfi enn einu sinni að fara í harða kjarabaráttu til þess að ná fram launaleiðréttingu og að fá boðleg laun fyrir starf sitt. Fundurinn skorar sérstaklega á eigendur Tækniskólans ehf. (Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök iðnaðarins, Samorku, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík) að axla samábyrgð sína á bágum launakjörum kennara skólans með því að stíga fram og beita sér fyrir bættum kjörum kennara við Tækniskólann, meðal annars með fjárframlögum til skólans, enda þjónar menntun nemenda Tækniskólans atvinnulífinu með beinum hætti. Slök launakjör ógna nýliðun í kennarastétt og grafa undan gæðum skólastarfs, þar með talið undirbúningi nemenda Tækniskólans fyrir atvinnulífið. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd Félags framhaldsskólakennara og hvetur hana til þess að standa fast við kröfuna um nauðsynlega launaleiðréttingu og lýsir yfir fullum vilja til að fylgja kröfunni eftir með öllum tiltækum aðgerðum.“ Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Kennarar Tækniskólans lýsa yfir mikilli óánægju með launakjör framhaldsskólakennara í ályktun frá skyndifundi Kennarafélags Tækniskólans í morgun. Í ályktuninni, sem var samþykkt einróma á fjölmennum fundi, segir að dagvinnulaun framhaldsskólakennara hafi dregist saman um 17 prósent aftur úr launum samanburðarhópa hjá ríkisstofnunum. „Grófur og margendurtekinn niðurskurður á fjármunum til starfsemi framhaldsskóla hefur um langt árabil gert framhaldsskóla óhæfa til þess að stuðla að eðlilegri launaþróun starfsmanna sinna. Skýrsla allra aðila á vinnumarkaði frá október 2013 sýnir svart á hvítu að laun í framhaldsskólum hafa hækkað minna en hjá öllum öðrum starfsstéttum á árabilinu milli 2006 og 2013.“ Ennfremur var lýst yfir mikilli óánægju með vinnuveitendur og viðsemjendur hafi ekki fallist á að gera neinar breytingar á kjaraákvörðunum sem gagnast gætu til að sporna við launasigi í framhaldsskólum miðað við samanburðarhópa. „Félagsfundur í Kennarafélagi Tækniskólans skorar á stjórnvöld, stjórnmálastéttina og eigendur Tækniskólans ehf. að leiðrétta launakjör framhaldsskólakennara þegar í stað til þess að koma megi í veg fyrir að framhaldsskólakennarar þurfi enn einu sinni að fara í harða kjarabaráttu til þess að ná fram launaleiðréttingu og að fá boðleg laun fyrir starf sitt. Fundurinn skorar sérstaklega á eigendur Tækniskólans ehf. (Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök iðnaðarins, Samorku, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík) að axla samábyrgð sína á bágum launakjörum kennara skólans með því að stíga fram og beita sér fyrir bættum kjörum kennara við Tækniskólann, meðal annars með fjárframlögum til skólans, enda þjónar menntun nemenda Tækniskólans atvinnulífinu með beinum hætti. Slök launakjör ógna nýliðun í kennarastétt og grafa undan gæðum skólastarfs, þar með talið undirbúningi nemenda Tækniskólans fyrir atvinnulífið. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd Félags framhaldsskólakennara og hvetur hana til þess að standa fast við kröfuna um nauðsynlega launaleiðréttingu og lýsir yfir fullum vilja til að fylgja kröfunni eftir með öllum tiltækum aðgerðum.“
Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02