Líf og saga í kirkjugarðinum Birta Björnsdóttir skrifar 26. janúar 2014 00:01 Í nóvember síðastliðnum voru liðin 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötuna í Reykjavík þegar Guðrún Oddsdóttir, háyfirdómarafrú var lögð þar til hinstu hvílu. "Þá hafði garðurinn verið tilbúinn í einhvern tíma en fram að því dóu eingöngu vinnumenn og -konur og ekki þótti við hæfi að vígja garðinn með því að jarðsetja svoleiðis fólk," segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins. Guðrún var því fyrsta manneskjan sem ver jarðsett í kirkjugarðinum, og er þar af leiðandi vökukona hans. "Vökukona eða vökumaður rotnar ekki samkvæmt þjóðsögunni, heldur fær það verkefni að taka á móti öllum þeim sem í garðinum hvíla og koma þeim áfram á rétta staði," segir Heimir og samsinnir að það sé því í mörgu að snúast hjá Guðrúnu heitinni og hafi verið lengi. Í tilefni tímamótanna var boðið upp á leiðsögn um garðinn fyrr í dag, en Heimir segir umsjónarmenn garðsins taka regulega á móti hópum sem vilji fræðast um garðinn. Þar liggi nefnilega mikill fróðleikur, meðal annars halfi uppbyggingin í garðinum haldist í hendur við borgarskipulag höfuðborgarinnar. Heimir segir garðinn einnig minnisvarða um fólkið sem landið byggði, og þar megi finna ýmsar upplýsingar um samfélagið hverju sinni, til að mynda stöðu kvenna gegnum tíðina. "Þær eru oftast nefndar eftir vinnuheitum eiginmanna sinna og ein er meira að segja nefnd ekkja á legsteininum sínum" segir Heimir. "Kirkjugarðurinn er lifandi vinnustaður, því þangað koma fleiri lifendur en dauðir," segir Heimir. Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum voru liðin 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötuna í Reykjavík þegar Guðrún Oddsdóttir, háyfirdómarafrú var lögð þar til hinstu hvílu. "Þá hafði garðurinn verið tilbúinn í einhvern tíma en fram að því dóu eingöngu vinnumenn og -konur og ekki þótti við hæfi að vígja garðinn með því að jarðsetja svoleiðis fólk," segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins. Guðrún var því fyrsta manneskjan sem ver jarðsett í kirkjugarðinum, og er þar af leiðandi vökukona hans. "Vökukona eða vökumaður rotnar ekki samkvæmt þjóðsögunni, heldur fær það verkefni að taka á móti öllum þeim sem í garðinum hvíla og koma þeim áfram á rétta staði," segir Heimir og samsinnir að það sé því í mörgu að snúast hjá Guðrúnu heitinni og hafi verið lengi. Í tilefni tímamótanna var boðið upp á leiðsögn um garðinn fyrr í dag, en Heimir segir umsjónarmenn garðsins taka regulega á móti hópum sem vilji fræðast um garðinn. Þar liggi nefnilega mikill fróðleikur, meðal annars halfi uppbyggingin í garðinum haldist í hendur við borgarskipulag höfuðborgarinnar. Heimir segir garðinn einnig minnisvarða um fólkið sem landið byggði, og þar megi finna ýmsar upplýsingar um samfélagið hverju sinni, til að mynda stöðu kvenna gegnum tíðina. "Þær eru oftast nefndar eftir vinnuheitum eiginmanna sinna og ein er meira að segja nefnd ekkja á legsteininum sínum" segir Heimir. "Kirkjugarðurinn er lifandi vinnustaður, því þangað koma fleiri lifendur en dauðir," segir Heimir. Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira