Líf og saga í kirkjugarðinum Birta Björnsdóttir skrifar 26. janúar 2014 00:01 Í nóvember síðastliðnum voru liðin 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötuna í Reykjavík þegar Guðrún Oddsdóttir, háyfirdómarafrú var lögð þar til hinstu hvílu. "Þá hafði garðurinn verið tilbúinn í einhvern tíma en fram að því dóu eingöngu vinnumenn og -konur og ekki þótti við hæfi að vígja garðinn með því að jarðsetja svoleiðis fólk," segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins. Guðrún var því fyrsta manneskjan sem ver jarðsett í kirkjugarðinum, og er þar af leiðandi vökukona hans. "Vökukona eða vökumaður rotnar ekki samkvæmt þjóðsögunni, heldur fær það verkefni að taka á móti öllum þeim sem í garðinum hvíla og koma þeim áfram á rétta staði," segir Heimir og samsinnir að það sé því í mörgu að snúast hjá Guðrúnu heitinni og hafi verið lengi. Í tilefni tímamótanna var boðið upp á leiðsögn um garðinn fyrr í dag, en Heimir segir umsjónarmenn garðsins taka regulega á móti hópum sem vilji fræðast um garðinn. Þar liggi nefnilega mikill fróðleikur, meðal annars halfi uppbyggingin í garðinum haldist í hendur við borgarskipulag höfuðborgarinnar. Heimir segir garðinn einnig minnisvarða um fólkið sem landið byggði, og þar megi finna ýmsar upplýsingar um samfélagið hverju sinni, til að mynda stöðu kvenna gegnum tíðina. "Þær eru oftast nefndar eftir vinnuheitum eiginmanna sinna og ein er meira að segja nefnd ekkja á legsteininum sínum" segir Heimir. "Kirkjugarðurinn er lifandi vinnustaður, því þangað koma fleiri lifendur en dauðir," segir Heimir. Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum voru liðin 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötuna í Reykjavík þegar Guðrún Oddsdóttir, háyfirdómarafrú var lögð þar til hinstu hvílu. "Þá hafði garðurinn verið tilbúinn í einhvern tíma en fram að því dóu eingöngu vinnumenn og -konur og ekki þótti við hæfi að vígja garðinn með því að jarðsetja svoleiðis fólk," segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins. Guðrún var því fyrsta manneskjan sem ver jarðsett í kirkjugarðinum, og er þar af leiðandi vökukona hans. "Vökukona eða vökumaður rotnar ekki samkvæmt þjóðsögunni, heldur fær það verkefni að taka á móti öllum þeim sem í garðinum hvíla og koma þeim áfram á rétta staði," segir Heimir og samsinnir að það sé því í mörgu að snúast hjá Guðrúnu heitinni og hafi verið lengi. Í tilefni tímamótanna var boðið upp á leiðsögn um garðinn fyrr í dag, en Heimir segir umsjónarmenn garðsins taka regulega á móti hópum sem vilji fræðast um garðinn. Þar liggi nefnilega mikill fróðleikur, meðal annars halfi uppbyggingin í garðinum haldist í hendur við borgarskipulag höfuðborgarinnar. Heimir segir garðinn einnig minnisvarða um fólkið sem landið byggði, og þar megi finna ýmsar upplýsingar um samfélagið hverju sinni, til að mynda stöðu kvenna gegnum tíðina. "Þær eru oftast nefndar eftir vinnuheitum eiginmanna sinna og ein er meira að segja nefnd ekkja á legsteininum sínum" segir Heimir. "Kirkjugarðurinn er lifandi vinnustaður, því þangað koma fleiri lifendur en dauðir," segir Heimir. Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira