Óttast skelfilegan aðbúnað dýra á Íslandi Elimar Hauksson skrifar 26. janúar 2014 15:45 Sif segir svín og fugla ekki lifa við fullnægjandi aðstæður hér á landi. Mynd/Getty „Þetta er alveg eins og verksmiðja og á ekkert skylt við búskap,“ segir Sif Traustadóttir, fyrrum eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir svín og fugla ekki lifa við fullnægjandi aðstæður hér á landi. Dýrin búi í litlum búrum allt sitt líf og sjái aldrei sólarljósið né fái hreint loft. Hún segir aðstæður hér á landi sambærilegar og erlendis og vísar á vefsíðu Velbú, sem eru samtök um velferð í búskap. Á síðunni kemur fram að verksmiðjubúskapur hér á landi sé að erlendri fyrrmynd. Kjúklingar búi í stórum lokuðum skemmum og svín í litlum stíum. Á síðunni kemur fram að um 70% af kjúklingi sem er alinn til kjötframleiðslu á heimsvísu sé alinn við verksmiðjubúskap, oftast í yfirfylltum skúrum án aðgengi að útisvæði. Því miður séu kjúklingar á Íslandi eingöngu aldir við verksmiðjubúskap. Skúrarnir séu yfirlieitt tóm rými fyrir utan aðgang fuglanna að vatni og mat á ákveðnum stöðum. Þeir sjái aldrei sólarljósið og fái nær engin tækifæri til eðlislægrar hegðunar. Loftið sé yfirleitt mjög ammóníaksmengað því úrgangur frá fuglunum sé ekki hreinsaður af gólfinu. Það valdi oft skaða á augum og öndundarkerfi kjúklinga auk sársaukafullra brunasára á fótum, svokallaðs „dritbruna“. Kjúklingarnir eyði stórum hluta ævi sinnar liggjandi og stórt hlutfall þeirra þjáist af ýmsum stoðkerfisvandamálum. „Hænur í búreggjarækt lifa allt sitt líf í búri sem er á stærð við A4 blað. Maturinn kemur til þeirra á færibandi og dritið fer í gegnum grindina sem þær standa á. Eggin renna síðan sjálfkrafa úr búrinu,“ segir Sif og bætir við að slíkt sé ekki ásættanlegt.Sif Traustadóttir er formaður Dýraverndarsambands íslands.Svín hljóti einnig slæma meðferð Þá kemur einnig fram að svínarækt hér á landi sé með sambærilegum hætti og erlendis þar sem dýrin hljóti slæma meðferð. Ræktunin fari oftast fram í hrjóstrugum, mjög fjölmennum og oft dimmum híbýlum með hörðum steypu- eða viðargólfum. Svínin hafi alla jafnan ekki aðgang að útiveru og muni aldrei upplifa ferskt loft eða dagsbirtu. Svínin geti ekki sýnt sína náttúrulegu hegðun og eru líkleg til að leiðast og verða mjög óþreyjufull. Í svo þröngum kosti hafi þau tilhneigingu til að berjast, bíta og valda hvoru öðru alvarlegum meiðslum.Halinn klipptur af og tennur slípaðar Sif vinnur sem dýralæknir í dag en starfaði áður sem eftirlitsdýralæknir þar sem hún sá aðbúnað skepnanna hér á landi. Hún telur lítið hafa breyst síðan þá en bindur vonir við ný lög Alþingis um velferð dýra. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif.Lítið framboð af vistvænu kjöti Sif segir að Íslendingar hafi því miður ekki val um hvort þeir kaupi vistvænt kjöt eða ekki. Hægt sé að kaupa vistvæn egg í flestum verslunum og það sé skref í rétta átt þó betur megi gera á því sviði. „Ég ráðlegg öllum að hætta að kaupa egg frá búrhænum. Nú er hægt að kaupa vistvæn egg í flestum búðum og það er strax mikið skárra. Þær hænur eru geymdar í skemmum og fá að hreyfa sig og flögra um. Þær fá samt ekki að fara út en ég myndi gjarnan vilja fá því breytt. En þetta er allavega betra en búreggin,“ segir Sif. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Þetta er alveg eins og verksmiðja og á ekkert skylt við búskap,“ segir Sif Traustadóttir, fyrrum eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir svín og fugla ekki lifa við fullnægjandi aðstæður hér á landi. Dýrin búi í litlum búrum allt sitt líf og sjái aldrei sólarljósið né fái hreint loft. Hún segir aðstæður hér á landi sambærilegar og erlendis og vísar á vefsíðu Velbú, sem eru samtök um velferð í búskap. Á síðunni kemur fram að verksmiðjubúskapur hér á landi sé að erlendri fyrrmynd. Kjúklingar búi í stórum lokuðum skemmum og svín í litlum stíum. Á síðunni kemur fram að um 70% af kjúklingi sem er alinn til kjötframleiðslu á heimsvísu sé alinn við verksmiðjubúskap, oftast í yfirfylltum skúrum án aðgengi að útisvæði. Því miður séu kjúklingar á Íslandi eingöngu aldir við verksmiðjubúskap. Skúrarnir séu yfirlieitt tóm rými fyrir utan aðgang fuglanna að vatni og mat á ákveðnum stöðum. Þeir sjái aldrei sólarljósið og fái nær engin tækifæri til eðlislægrar hegðunar. Loftið sé yfirleitt mjög ammóníaksmengað því úrgangur frá fuglunum sé ekki hreinsaður af gólfinu. Það valdi oft skaða á augum og öndundarkerfi kjúklinga auk sársaukafullra brunasára á fótum, svokallaðs „dritbruna“. Kjúklingarnir eyði stórum hluta ævi sinnar liggjandi og stórt hlutfall þeirra þjáist af ýmsum stoðkerfisvandamálum. „Hænur í búreggjarækt lifa allt sitt líf í búri sem er á stærð við A4 blað. Maturinn kemur til þeirra á færibandi og dritið fer í gegnum grindina sem þær standa á. Eggin renna síðan sjálfkrafa úr búrinu,“ segir Sif og bætir við að slíkt sé ekki ásættanlegt.Sif Traustadóttir er formaður Dýraverndarsambands íslands.Svín hljóti einnig slæma meðferð Þá kemur einnig fram að svínarækt hér á landi sé með sambærilegum hætti og erlendis þar sem dýrin hljóti slæma meðferð. Ræktunin fari oftast fram í hrjóstrugum, mjög fjölmennum og oft dimmum híbýlum með hörðum steypu- eða viðargólfum. Svínin hafi alla jafnan ekki aðgang að útiveru og muni aldrei upplifa ferskt loft eða dagsbirtu. Svínin geti ekki sýnt sína náttúrulegu hegðun og eru líkleg til að leiðast og verða mjög óþreyjufull. Í svo þröngum kosti hafi þau tilhneigingu til að berjast, bíta og valda hvoru öðru alvarlegum meiðslum.Halinn klipptur af og tennur slípaðar Sif vinnur sem dýralæknir í dag en starfaði áður sem eftirlitsdýralæknir þar sem hún sá aðbúnað skepnanna hér á landi. Hún telur lítið hafa breyst síðan þá en bindur vonir við ný lög Alþingis um velferð dýra. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif.Lítið framboð af vistvænu kjöti Sif segir að Íslendingar hafi því miður ekki val um hvort þeir kaupi vistvænt kjöt eða ekki. Hægt sé að kaupa vistvæn egg í flestum verslunum og það sé skref í rétta átt þó betur megi gera á því sviði. „Ég ráðlegg öllum að hætta að kaupa egg frá búrhænum. Nú er hægt að kaupa vistvæn egg í flestum búðum og það er strax mikið skárra. Þær hænur eru geymdar í skemmum og fá að hreyfa sig og flögra um. Þær fá samt ekki að fara út en ég myndi gjarnan vilja fá því breytt. En þetta er allavega betra en búreggin,“ segir Sif.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira