Stjórn RÚV hefur ákveðið hverjum verði boðin staða útvarpsstjóra RÚV.
Stjórnarfundur RÚV fór fram í kvöld og á fundinum var ákveðið hverjum hinna 39 umsækjenda yrði boðin staða útvarpsstjóra. Ekki er búið að tilkynna viðkomandi um ákvörðunina né ganga frá ráðningunni, og því hafa stjórnarmenn ekki gefið upp hver varð fyrir valinu.
Þetta kemur fram á vef RÚV.
Búið að velja nýjan útvarpsstjóra
Jóhannes Stefánsson. skrifar
