Innlent

Katrín Júlíusdóttir og Elín Hirst tókust á um hvalveiðar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Í þættinum Mín skoðun sem sýndur var á Stöð tvö í dag ræddu þær Katrín Júlíusdóttir og Elín Hirst um hvalveiðar.

Í vikunni var birt bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem fram kom að til stæði að endurskoða tvíhliða samning við Ísland vegna veiðanna.

Athygli vakti að útlit er fyrir að aðgerðir Bandaríkjanna vegna veiðanna virðast ekki vera jafn alvarlegar og búist var við.

Katrín sagðist ósammála því mati og benti á að aðgerðirnar geti komið sér mjög illa fyrir Íslendinga og það verði að horfast í augu við þá staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að við erum með ríkisstjórn sem snýr baki við Evrópu.

Katrín benti á að Samfylking hafi óskað eftir ísköldu hagsmunamati í hvalveiðamálinu.

"Stundum getur þjóðarstolt komið manni í koll. Aðrir hlutir skipta meira máli, það þarf að meta þetta útfrá því. Ákvörðun sem þessa ætti ekki að taka út frá þjóðarstolti."



Elín Hirst sagði að skoðanir á málinu væru gífurlega skiptar og ekki háðar flokkslínum.

Hún sagði þetta í raun snúast um sjálfákvörðunarrétt þjóðarinnar til að nýta sínar auðlindir en stjórnvöld eigi að vera skynsöm og ekki taka stíga varlega til jarðar.

Hún segist sjálf hafa kynnt sér málin og komist að því að að langreiðyr og hrefna eru ekki í útrýmingarhættu við Ísland og veiðarnar því alveg sjálfbærar.

"Kannski er þetta ekki keyrt af miklum og sterkum rökum heldur meira tilfinningarökum. Bandaríkjamenn veiða hval, smáhveli, og í túnfiskveiðum þeirra veiðast fjöldi höfrunga með. Þeir eru alls ekki saklausir af hvalveiðum," segir Elín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×