Nikótínlausi síminn í stað þess reyklausa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 12:00 Það hefur fjölgað í hópi þeirra sem taka í vörina og leita hjálpar hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Fréttablaðið/E.ÓL „Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Þegar Ráðgjöf í reykbindindi hóf göngu sína vorum við einungis að aðstoða fólk við að hætta reykingum. Á næsta stigi fórum við að hjálpa þeim sem þurftu að losna af nikótínlyfjum og núna erum við í auknum mæli að hjálpa fólki að hætta að nota munntóbak,“ segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi. Nikótínneytendur hafa getað sér að kostnaðarlausu hringt í reyklausa símann frá aldamótum og fengið ráðgjöf um hvernig eigi að svæfa nikótínþörf. Jóhanna segir að meðferðin sé sniðin að þörfum hvers og eins sem fái hjálp við að hætta á eigin forsemdum. Langflestir sem leita sér hjálpar í fyrsta skipti gera það í janúar. Þó að tölur fyrir janúar á þessu ári séu ekki tilbúnar virðist ásóknin ekki hafa minnkað frá í fyrra. Jóhanna segir tvennt hafa mikil áhrif þegar fólk ákveður að hætta, annars vegar verðhækkanir á tóbaksvörum og hins vegar lagasetningar. Til að mynda hafi fjölgað mjög í hópi þeirra sem leituðu sér aðstoðar eftir að bannað var að reykja inni á veitinga- og skemmtistöðum um mitt ár 2007. Á sama tíma hafi hins vegar fjölgað þeim sem fóru að nota reyklausar tóbaksvörur, svo sem nikótínlyf og að taka í vörina.Jóhanna S. KristjánsdóttirHún segir að stór toppur hafi myndast þegar sígarettupakkinn fór yfir þúsund krónur, þá hafi margir ákveðið að hætta. Það sama hafi gerst um áramótin 2012/13 þegar neftóbak sem fólk tekur í vörina hækkaði um 50 prósent, margir hafi þá ákveðið að hætta. „Þeir sem eru að hætta að taka í vörina þurfa oft lengri meðferð en þeir sem eru að hætta að reykja. Hver skammtur af munntóbaki sem tekinn er í vörina inniheldur álíka mikið magn af nikótíni og fjórar sígarettur,“ segir Jóhanna og útskýrir að það geti því verið mun erfiðara að hætta munntóbaksnotkuninni. Þá segir hún að þeir sem eru að venja sig af notkun nikótínlyfja svo sem tyggjós þurfi að trappa sig niður, það er að minnka skammtinn smátt og smátt. „Nikótínlyf eru einungis ætluð til notkunar í stuttan tíma. Nikótíntyggjó fer illa með slímhúðina í munninum og langtímanotkun þess getur valdið tannlosi,“ segir hún. „Reyklausi síminn er eiginlega orðið rangnefni, það væri miklu nær að tala um nikótínlausa símann,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent