Margt sýnilegt á himninum í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2014 23:51 Vísir/AFPNordic Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira