Margt sýnilegt á himninum í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2014 23:51 Vísir/AFPNordic Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira