Innlent

Leigubílstjórinn sem ók á íslenska konu sýknaður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Leigubílstjórinn sem ók á Dagnýju Grímsdóttur var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi.
Leigubílstjórinn sem ók á Dagnýju Grímsdóttur var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi.
Danski leigubílstjórinn, sem ók á unga íslenska konu, Dagnýju Grímsdóttur, í Kaupmannahöfn í október á síðasta ári, með þeim afleiðingum að hún lést, var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Danska blaðið Extra bladet segir frá.

Leigubílstjóranum var gert að greiða sekt upp á 2500 danskar krónur eða rúmar 50 þúsund krónur fyrir of hraðan akstur.

Dagný var 26 ára þegar hún lést.
Dagný var 26 ára þegar hún lést, hún hafði búið í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma þegar slysið varð. Hún stundaði nám við Kolding School of Design.

Leigubílstjórinn sagðist ekki hafa séð Dagnýju fyrr en of seint. Hann hefði ekki haft tíma til þess að forðast áreksturinn eða bremsa. Hann sagði fyrir dómi að hann hafi ekki getað komið í veg fyrir slysið.

Hann kvað slysið hafa verið sér mikið áfall og það hefði eyðilagt líf sitt. Saksóknari mun ekki áfrýja málinu til yfirdómstóls.


Tengdar fréttir

Leigubílstjórinn ók of hratt

Leigubílstjórinn sem keyrði á Dagnýju Grímsdóttir, 26 ára íslenska konu í Kaupamannahöfn aðfaranótt 20. október síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum, var á alltof miklum hraða segir, Jesper Lotz hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Íslensk kona varð fyrir leigubíl í Kaupmannahöfn og lést

26 ára gömul íslensk kona lét lífið eftir að hafa orðið fyrir leigubíl í Kaupmannahöfn í nótt. Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar málið en ekki er vitað nákvæmlega með hvaða hætti slysið bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×