Sigurður Ingi stoltur: „Skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 20:38 Sigurður Ingi fór yfir fyrstu níu mánuðina í starfi ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór stoltur yfir níu mánaða starfsferil núverandi ríkisstjórnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. „Með vorinu eykst okkur bjartsýni og þor,“ sagði Sigurður og bætti við að hér á Íslandi hafi verið „Miklar breytingar til batnaðar og bjartsýni aukist.“ „Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að leggja fram þingsályktunartillögu í tíu liðum. Öllum þessum tíu liðum er lokið eða þeir komnir í farveg,“ sagði Sigurður Ingi um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar. „Með þessum frumvörpum næst loks árangur í baráttunni fyrir almennum skuldaleiðréttingum.“ Hann sagði skiljanlegt að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem áttu sæti í, eða studdu, síðustu ríkisstjörn reyni að klóra í bakkann. „Þegar núverandi ríkisstjórn nær slíkum árangri á níu mánuðum er skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn.“ Hann sagði síðustu ríkisstjórn ekki sagst geta farið í almennar skuldaniðurfellingar á síðasta kjörtímabili. „Nú er komið í ljós að vilji er allt sem þarf,“ sagði hann og vitnaði Einar Benediktsson. Sigurður Ingi sagði að stórt skref hafi verið stigið með afgreiðslu fyrstu hallalausu fjárlaganna síðan árið 2004. Hann sagði að tekið væri eftir góðum störfum ríkisstjórnarinnar á alþjóðavísu. Þar vitnaði hann í hagspár OECD, sem geri ráð fyrir 2,7 prósent hagvexti í ár og 3,2 prósent á næsta ári. Hann sagði að viðskiptajöfnuður hafi verið jákvæður í fyrsta sinn síðan 2002. Einnig taldi hann ráðstöfunarfé fjölskyldna hafa aukist með skattalækknum. Hann tiltók einnig að ríkisstjórnin hafi sett fjögurra milljarða innspýtingu í heilbrigðiskerfið og að almenn löggæsla hafi verið efld um land allt. En þrátt fyrir að allur þessi árangur hafi náðst að mati Sigurðar Inga eru tiltekin verkefni sem bíða lausnar. Þar sagði hann afléttingu fjármagnshafta vera efsta á blaði. Sigurður fjallaði einnig um aukna bjartsýni stjórnenda í atvinnulífinu. Að jafnaði væri sex þúsund fleiri á vinnumarkaðinum en á síðasta kjörtímabili. Hann sagði Fjárfesting hefði aukist á meðal smærri fyrirtækja, „sem er mjög jákvætt,“ sagði ráðherrann. Hann sagði þessa viðhorfsbreytingu í atvinnulífinu vera gríðarlega mikilvæga og þakkaði störfum ríkisstjórnarinnar. „Hún sprettur ekki af engu.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór stoltur yfir níu mánaða starfsferil núverandi ríkisstjórnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. „Með vorinu eykst okkur bjartsýni og þor,“ sagði Sigurður og bætti við að hér á Íslandi hafi verið „Miklar breytingar til batnaðar og bjartsýni aukist.“ „Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að leggja fram þingsályktunartillögu í tíu liðum. Öllum þessum tíu liðum er lokið eða þeir komnir í farveg,“ sagði Sigurður Ingi um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar. „Með þessum frumvörpum næst loks árangur í baráttunni fyrir almennum skuldaleiðréttingum.“ Hann sagði skiljanlegt að þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem áttu sæti í, eða studdu, síðustu ríkisstjörn reyni að klóra í bakkann. „Þegar núverandi ríkisstjórn nær slíkum árangri á níu mánuðum er skiljanlegt að fyrri ríkisstjórn maldi í móinn.“ Hann sagði síðustu ríkisstjórn ekki sagst geta farið í almennar skuldaniðurfellingar á síðasta kjörtímabili. „Nú er komið í ljós að vilji er allt sem þarf,“ sagði hann og vitnaði Einar Benediktsson. Sigurður Ingi sagði að stórt skref hafi verið stigið með afgreiðslu fyrstu hallalausu fjárlaganna síðan árið 2004. Hann sagði að tekið væri eftir góðum störfum ríkisstjórnarinnar á alþjóðavísu. Þar vitnaði hann í hagspár OECD, sem geri ráð fyrir 2,7 prósent hagvexti í ár og 3,2 prósent á næsta ári. Hann sagði að viðskiptajöfnuður hafi verið jákvæður í fyrsta sinn síðan 2002. Einnig taldi hann ráðstöfunarfé fjölskyldna hafa aukist með skattalækknum. Hann tiltók einnig að ríkisstjórnin hafi sett fjögurra milljarða innspýtingu í heilbrigðiskerfið og að almenn löggæsla hafi verið efld um land allt. En þrátt fyrir að allur þessi árangur hafi náðst að mati Sigurðar Inga eru tiltekin verkefni sem bíða lausnar. Þar sagði hann afléttingu fjármagnshafta vera efsta á blaði. Sigurður fjallaði einnig um aukna bjartsýni stjórnenda í atvinnulífinu. Að jafnaði væri sex þúsund fleiri á vinnumarkaðinum en á síðasta kjörtímabili. Hann sagði Fjárfesting hefði aukist á meðal smærri fyrirtækja, „sem er mjög jákvætt,“ sagði ráðherrann. Hann sagði þessa viðhorfsbreytingu í atvinnulífinu vera gríðarlega mikilvæga og þakkaði störfum ríkisstjórnarinnar. „Hún sprettur ekki af engu.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira