Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mengar líkt og 10 þúsund bílar Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. júlí 2014 19:17 Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“ Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira